fbpx

Haustferðir Golfskálans eru komnar í sölu

Það verður ýmislegt spennandi í boði hjá Golfskálanum á Spáni haustið 2022.

Við verðum áram með okkar eigið leiguflug með vélum Icelandair. Við munum fljúga á Almería á suðurströnd Spánar og þar munu okkar farþegar dvelja og spila á Almerimar, Los Moriscos og Alboran. Það verða þrjár dagsetningar í boði:

08.október – 10 nætur
18.október – 11 nætur
29.október – 10 nætur

Við verðum einnig með ferðir á Villaitana og Bonalba og þá fljúgum við beint til Alicante með Icelandair. Það verða alls fjórar dagsetningar í boði á Villaitana og ein á Bonalba.

22.september – 11 nætur – Villaitana
26.september – 7 nætur – Villaitana
03.október – 10 nætur – Villaitana og Bonalba
13.október – 11 nætur – Villaitana

Við verðum með tvær útgáfur af Golfskóla í haust. Golfskólarnir verða allir á Alboran. Hefðbundinn Golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna verður í boði eins og undanfarin ár en einnig munum við bjóða upp á „Betra Golf“ með Derrick Moore PGA golfkennara. Það er Golfskóli fyrir lengra komna sem vilja verða enn betri í golfi.

Verðlisti allra golfferða má sjá hérna.

Nánar um Almerimar

Nánar um Villaitana

Nánar um Bonalba

Nánar um Los Moriscos

Nánar um Golfskólann

Nánar um „Betra Golf“ með Derrick Moore

Núna í vor eru um 900 íslenskir kylfingar að fara með okkur til Spánar. Margar ferðir seldust fljótt upp eftir að þær fóru í sölu síðasta haust. Við reiknum með að sala haustferða fari hressilega af stað enda margir kylfingar ferðaþyrstir og munu bóka golfferðina sína snemma.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link