Upplýsingar og pöntun á ferð.

Í öllum kynningum ferðaskrifstofunnar er ávallt reynt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta allar ferðir á sem nákvæmasta hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur milli farþega og ferðaskrifstofu þegar greiðsla staðfestingargjalds hefur átt sér stað, þar sem þess er óskað. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í samningi aðila. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum, augljóslega röngum upplýsingum vegna mistaka, við gerð kynningarefnis.

Verð fyrir aukaþjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar en geta verið birt til kynningar á heimasíðu ferðaskrifstofunnar s.s. auka golf samdægurs eða kvöldverðir geta breyst án fyrirvara. Slíkar breytingar eru þá gerðar af þriðja aðila og ekki á ábyrgð ferðaskrifstofunnar.

Greiðslur

Verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt skilmálum ferðaskrifstofunnar og eru ferðaskjöl afhent um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 7 vikum fyrir brottför nema annað sé tekið fram af hálfu ferðaskrifstofunnar. Við pöntun ferðar ber að greiða staðfestingargjald, minnst kr. 50.000 á farþega nema annað sé tekið fram af hálfu ferðaskrifstofunnar. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt ef meira en vika er liðin frá bókun, ef minna en 6 vikur er í brottför eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega. Í þeim tilfellum þar sem ferðaskrifstofan þarf að kaupa flug strax við bókun þá fæst staðfestingargjald ekki endurgreitt og þá er það tekið fram í kynningartexta þeirrar golfferðar á vef ferðaskrifstofunnar.

Verð og verðbreytingar

Uppgefið verð miðast við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð og kann að hækka / lækka ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþáttum:
– Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði
– Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöld fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum
– Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð.
Öll uppgefin verð eru miðuð við skráð gengi erlendra gjaldmiðla miðað við íslenskrar krónu þegar pöntun er gerð. Verð ferðar sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.

Breytingar á pöntun

Ef ferðapöntun er afturkölluð 8 (átta) vikum fyrir brottför eða fyrr fæst hún að fullu endurgreidd, sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð, nema annað sé tekið fram. T.d. í tilfellum þar sem flug er keypt sérstaklega og fæst ekki endurgreitt, sem dæmi þegar útbúin er ferð sérstaklega að ósk farþegans, jafnt einstaklinga sem hópa. Ef það er liðið meira en vika frá pöntun þá fæst staðfestingargjald ekki endurgreidd. Sé pöntun afturkölluð með minna en 42 daga en meira en 28 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 100% af verði ferðarinnar. Ef farþegi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar. Farþega er ávallt heimilt að afturkalla farpöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar amk. 14 dagar eða færri eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldinu. Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður. Heimilt er að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara og flugverð sé það sama. Sé það gert eftir þann tíma skoðast það sem afpöntun og ný pöntun og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu samkvæmt því. Breyting á áfangastað skoðast alltaf sem afpöntun og ný pöntun. Fyrir allar breytingar á staðfestri pöntun sem er farin í áætlunarflugi en ekki leiguflugi er innheimt breytingargjald samkvæmt gjaldskrá viðkomandi flugfélags auk kr. 2.900 í hvert sinn.

Framsal bókunar

Farþegi getur ekki einhliða ákveðið að framselja ferð sína til annars aðila. Alltaf þarf að kanna hvort það sé hægt og hvaða hugsanlegur kostnaður fylgi því hjá ferðaskrifstofunni. Almenna reglan er að það er ekkert því til fyrirstöðu ef nýr farþegi uppfyllir þátttökuskilyrði ferðar.

Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun

Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofa fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust. Geri ferðaskrifstofa breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fjótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofu eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótasamning er tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör. Ferðaskrifstofu er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við að a.m.k. 65% nýting sé í viðkomandi flugvél, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 70% er ferðaskrifstofu heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þó lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum. Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu bréflega eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum sem vara í 7 daga eða skemur má þó aflýsa með tveggja vikna fyrirvara. Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn. Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst.

Skyldur farþega

Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum í þeim löndum sem hann ferðast um. Farþega ber að taka tillit til samferðarmanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum, flughöfnum, gisti- og matsölustöðum o.s.frv. enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni, Farþegi sem mætir ekki með mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann verður af pöntuðu flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.

Fararstjórn

Almenna reglan er að í öllum skipulögðum hópferðum ferðaskrifstofunnar er fararstjóri með í för. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að hafa ekki fararstjóra ef fjöldi farþega er minni en 16 farþegar.

Takmörkun ábyrgðar, skaðabætur og forfallatrygging

Farþegar eru hvattir til að kaupa sér ferða-, slysa/sjúkra-, farangurs- og forfallatryggingu sérstaklega fyrir ferð. Ferðaskrifstofan selur ekki slíkar tryggingar og eru farþegar hvattir til þess að leita með slíkt til tryggingarfélaga sem og að kanna hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum sem farþegi hefur til umráða. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu frá ferðaskrifstofunni þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt. Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax þannig að mögulegt sé að bregðast strax við. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan 14 daga frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (-leysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir. Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er.

Ástand golfvalla

Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á ástandi golfvalla vegna framkvæmda, veðurfars eða óviðráðanlegra aðstæðna. Ferðaskrifstofan hefur að leiðarljósi að vera ekki með ferðir á sama tíma og golfvellirnir eru með venjubundið viðhald s.s. götun flata.

Breytingar á hótelum

Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að gististaðir hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru á viðkomandi stað þrátt fyrir staðfestingu til ferðaskrifstofu. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en aðstoðar að sjálfsögðu farþega ef þetta gerist.

Breytingar á flugáætlun

Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, eða vegna seinnar komu vélar úr öðru flugi eða bilana. Flugfélög hafa rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun.

Skemmdir á farangri

Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á farangri farþega sem kunna að verða í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartækjum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum ber flugfélögum að greiða skaðabætur ef farangur skemmist í þeirra umsjón og er greiðsla send beint til farþega. Farþegi þarf að framvísa tjónaskýrslu sem fengin er hjá flugvallaryfirvöldum, farseðli, töskumiðum (tag-númeri) og áætluðum viðgerðarkostnaði. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef farangur tapast eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli.

Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum.