Alborán golf og barceló cabo de gata hótelið

Flogið með Icelandair í beinu leiguflugi til Almería og aðeins 10 mín frá flugvellinum finnum við Barceló Cabo de Gata hótelið. Gott  4ra stjörnu strandhótel og Alborán Golf sem er virkilega flottur golfvöllur með góðu æfingasvæði.

Golfskólar Golfskálans

Skólar fyrir alla, byrjendur, miðstig sem lengra komna.

Golfskálinn hefur boðið upp á sér skóla fyrir lengra komna undanfarin ár og hafa viðtökur verið virkilega góðar. Margir sem eru komnir með þokkalegan grunn en vantað að komast á næsta stig og svo þeir sem eiga maka eða vin sem er að byrja í golfi en langar ekki í skóla fyrir byrjendur.

Nú höfum við þróað skólana okkar í þrjú stig, grunnskóli (40-54 forgjöf) tækniskóli (20-40 forgjöf) og framhaldsskóli (undir 20 forgjöf). Höfum samt í huga að forgjöfin segir ekki allt og við leitumst við að finna öllum nemendum rétt stig við upphaf hvers skóla.

Námskrá hvers stigs fyrir sig tekur mið af stöðu nemenda og er því ólík á milli skólastiga. Grunnskólinn kennir fyrstu skrefin, Tækniskólinn er næsta skref þar sem við lærum betur tæknina til að framkvæma góð golfhögg. Framhaldsskólinn er hugsaður fyrir þá sem hafa ágætis grunn og tækni og fer því dýpra í aðra þætti leiksins. Ef þú ert ekki viss hvaða skóli hentar þér þá máttu bara bóka einhvern þeirra og við finnum út úr því með þér þegar út er komið enda er markmið skólans að skila ánægðum betri kylfingum.

Í þeim tilvika að farþegar í sömu bókun vilji fara í sitthvorn skólann þá er best að bóka báða í sama skólann senda svo línu á travel@golfskalinn.is og við lögum bókunina í samræmi við ykkar óskir.

Kennslan fer fram á morgnana og eftir hádegishlé eigum við frátekna rástíma fyrir þá sem vilja fara út að spila. Alla daga utan ferðadaga eiga nemendur golfskólans frátekna rástíma til að leika golf á Alborán vellinum.

Í kennarateymi golfskólans eru menntaðir PGA golfkennarar og PGA kennaranemar auk þess að afreks/atvinnukylfingar eru stundum til aðstoðar. Fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda og því ekki víst að allir í teymi skólans sé við kennslu í öllum ferðum.

VOR 2024

Úrval golfskólaferða til Alborán:

  • 23.03. – 01.04.  9 nátta ferð með  6 kennsludögum
  • 01.04. – 11.04. 10 nátta ferð með 7 kennsludögum
  • 11.04. – 22.04. 11 nátta ferð með 7 kennsludögum
  • 22.04. – 05.05. 13 nátta ferð með 9 kennsludögum

•  10 mín fjarlægð frá flugvellinum í Almeria.
•  Virkilega flottur 18 holu golfvöllur.
•  15 km í miðbæ Almería borgarinnar.
•  Gott 4ra stjörnu strandhótel,
ca. 999 metra frá klúbbhúsinu.
•  Fyrir þá sem treysta sér ekki að ganga er
boðið upp á akstur á milli hótels og klúbbhúss.

Í kennarateymi Golfskálans eru:

  • Björn Kr. Björnsson PGA golfkennari
  • Derrick Moore PGA golfkennari
  • Hallsteinn Traustason PGA golfkennari
  • Ingibergur Jóhannsson PGA golfkennari
  • Adam Ingibergsson PGA golfkennaranemi
  • Berglind Björnsdóttir PGA golfkennaranemi
  • Bergþór Erlingsson PGA golfkennaranemi

Hótel Barceló cabo de gata

Gott 4 stjörnu hótel.

Barceló Cabo de Gata er 4ra stjörnu strandhótel staðsett við Playa del Retamar ströndina í Almería. Herbergin eru rúmgóð og búin þessum helstu þægindum sem við þekkjum á 4ra stjörnu hótelum. Baðherbergin með bæði baðkari og sér sturtu.  Á hótelinu er stór sundlaugargarður með 3 sundlaugum og góð heilsulind sem farþegar Golfskálans hafa aðgang að gegn vægu gjaldi.

Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður. Hótelið er staðsett í um 10-15 mín rölti frá klúbbhúsinu á Retamar ströndinni sem er rólegt hverfi í úthverfi Almería borgarinnar.

Í boði er að bóka standart herbergi með beina sjávarsýn gegn greiðslu kr. 3.600 herbergið per nótt. Einnig er í boði að bóka Junior svítu kr. 13.500 per herbergi per nótt Junior svítan er jafnframt með beina sjávarsýn.

Heimasíða Barceló Cabo de Gata

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Alborán golfvöllurinn

Alborán golfvöllurinn.

Alborán völlurinn er alvöru keppnisvöllur, par 72 og 6.278 metrar af öftustu teigum, rétt tæplega 6.000 metrar af gulum og 5.371 af rauðum. Þrátt fyrir að vera byggður á flatlendi þá er heilmikið landslag í vellinum en þó ekki þannig að hann sé ekki góður til að ganga. Það eru aðeins 2 vötn á vellinum en þau koma þó við sögu á 5 brautum.

Á vellinum er gott æfingasvæði, slegið af grasi og æfingaflatir fyrir stutta spilið. Kúbbhúsið lætur ekki mikið yfir sér en 2-3 tapas og drykkur með að loknum góðum golfhring svíkur engan. Klúbbhúsið er í um 10-12 mín göngufjarlægð frá hótelinu og hægt er að geyma golfsettið þar á meðan á dvöl stendur.

Í byrjun árs 2024 verður hafist við að byggja stórglæsilegt klúbbhús og eru verklok áætluð fyrir lok árs 2024. Þrátt fyrir að okkur hafi líkað ljómandi vel við aðstöðuna eins og hún er núna þá er ljóst að nýja klúbbhúsið kemur til með að vera breyting til batnaðar og hlakkar okkur til að sjá útkomuna.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Alborán Golf mjög vel til þess. Engar stórar brekkur er að fara þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum. Innifalið í verði ferða eru 3hjóla handkerrur en jafnframt er hægt að kanna með að leigja golfbíl fyrir þá sem það kjósa.

Heimasíða Alborán Golf

Golfvöllurinn:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

GOLFSKÓLAR ALBORÁN – VOR 2024

ATH SAMA VERÐ Í ALLA SKÓLANA

Verðlisti VOR 2024 – GOLFSKÁLINN (golfskalinn.is)

  • Beint flug til og frá Almería með Icelandair. 
  • Flugvallarskattar.
  • Íslensk fararstjórn
  • Farangur: handfarangur 10 kg, ferðataska 23 kg og golfsett 20 kg.
  • Gisting með morgunverði og kvöldverði.
  • Akstur milli flugvallar og hótels.
  • Kennsla fyrir hádegi og golf eftir hádegi
  • 3hjóla handkerra er innifalinn, golfbíll kostar 20 evrur (miðað við að leikið sé eftir hádegi).
  • Golf á ferðadögum er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
  • Aðgangur að heilsulind er 6 evrur fyrir 70 mínútur.
  • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
    Verð í betri sæti 14.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og aðeins tvö sæti í röð (Business Class – ath. þó að ekki er um „Business Class“ þjónustu að ræða).
  • Ekki er hægt að nýta vildarpunkta Icelandair í þessar ferðir þar sem um er að ræða leiguflug með Icelandair.

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Næstu vellir eru Playa Serena, La Envia og Almerimar.

Skoða verðlista allra ferða / Panta ferð