Golfskólar haust 2024

Golfskólar Golfskálans haustið 204 verða á 2 stöðum, Los Moriscos og Hacienda del Álamo.

Los Moriscos

Los Moriscos er fallegt golfsvæði staðsett við Playa de Granada ströndina í Andalúsíu.

Hér er virkilega gott 4* hótel með rúmgóðum herbergjum (öll með walk in sturtum) og góðum hótelgarði sem teygir sig niður að sjálfri ströndinni.

Golfvöllurinn er 18 holur og skemmtileg áskorun fyrir alla kylfinga.

Í næsta nágrenni er bærinn Salobrena sem gaman er að heimsækja, skoða kastalann, rölta um gömlu strætin og fá sér að borða á einhverjum af úrvals veitingastöðunum. Það er örstutt að skjótast með leigubíl til Salobrena eða rölta eftir ströndinni og taka svo leigubíl heim.

Hacienda del Álamo

Hacienda del Álamo er frábær valkostur til að æfa golfleikinn, æfingasvæðið er virkilega gott og þar er meðal annars að finna 6 holu æfingavöll sem við nýtum okkur í kennslunni. Til marks um gæði svæðsins til æfinga þá hefur Golfsamband Íslands gert samning við Hacienda um aðstöðu fyrir íslenska afrekskylfinga.

Á Hacienda del Álamo er gott 4* hótel og í göngufæri er verslun og veitingastaðir.

Golfskólar Golfskálans

Skólar fyrir alla, byrjendur, miðstig sem lengra komna.

Golfskálinn hefur boðið upp á sér skóla fyrir lengra komna undanfarin ár og hafa viðtökur verið virkilega góðar. Margir sem eru komnir með þokkalegan grunn en vantað að komast á næsta stig og svo þeir sem eiga maka eða vin sem er að byrja í golfi en langar ekki í skóla fyrir byrjendur.

Nú höfum við þróað skólana okkar í þrjú stig, grunnskóli (40-54 forgjöf) tækniskóli (20-40 forgjöf) og framhaldsskóli (undir 20 forgjöf). Höfum samt í huga að forgjöfin segir ekki allt og við leitumst við að finna öllum nemendum rétt stig við upphaf hvers skóla.

Námskrá hvers stigs fyrir sig tekur mið af stöðu nemenda og er því ólík á milli skólastiga. Grunnskólinn kennir fyrstu skrefin, Tækniskólinn er næsta skref þar sem við lærum betur tæknina til að framkvæma góð golfhögg. Framhaldsskólinn er hugsaður fyrir þá sem hafa ágætis grunn og tækni og fer því dýpra í aðra þætti leiksins. Ef þú ert ekki viss hvaða skóli hentar þér þá finnum við út úr því með þér þegar út er komið enda er markmið skólans að skila ánægðum betri kylfingum.

Í framhaldi af bókun í golfskóla höfum við samband og skráum á skólastig í samræmi við óskir nemenda.

Kennslan fer fram á morgnana og eftir hádegishlé eigum við frátekna rástíma fyrir þá sem vilja fara út að spila. Alla daga utan ferðadaga eiga nemendur golfskólans frátekna rástíma til að leika golf.

Í kennarateymi golfskólans eru menntaðir PGA golfkennarar og PGA kennaranemar auk þess að afreks/atvinnukylfingar eru stundum til aðstoðar. Fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda og því ekki víst að allir í teymi skólans sé við kennslu í öllum ferðum.

HAUST 2024

Úrval golfskólaferða:

Los Moriscos

 • 22.09 – 05.10, 13 nátta ferð með 8 kennsludögum
 • 05.10 – 14.10, 9 nátta ferð með 6 kennsludögum
 • 14.10 – 25.10, 11 nátta ferð með 7 kennsludögum
 • 25.10 – 02.11, 8 nátta ferð með 5 kennsludögum

Hacienda del Álamo

 • 27.09 – 05.10,   8 nátta ferð með 5 kennsludögum
 • 05.10 – 14.10,   9 nátta ferð með 6 kennsludögum
 • 14.10 – 25.10, 11 nátta ferð með 7 kennsludögum
 • Góð 4* hótel
 • Kennsla á morgnana
 • Golf eftir hádegi, allt eftir áhuga hvers og eins
 • Reyndir kennarar
 • Verslun og veitingastaðir í göngufæri

Í kennarateymi Golfskálans eru:

 • Björn Kr. Björnsson PGA golfkennari
 • Derrick Moore PGA golfkennari
 • Hallsteinn Traustason PGA golfkennari
 • Ingibergur Jóhannsson PGA golfkennari
 • Adam Ingibergsson PGA golfkennaranemi
 • Berglind Björnsdóttir PGA golfkennaranemi
 • Bergþór Erlingsson PGA golfkennaranemi
 • Þorsteinn Hallgrímsson Reynslubolti með meiru

Los Moriscos, Hotel Impressive Play Granada

Mjög gott 4 stjörnu hótel

Hótelið er staðsett á ströndinni umlukið golfvellinum. Herbergin eru rúmgóð og vel búin og öll með „walk in“ sturtu sem hentar mörgum mun betur en ef sturtan er í baðkarinu. Þau eru öll með góðum svölum eða veröndum.

Hótelgarðurinn er mjög stór og nær niður að baðströndinni og því auðvelt að finna sér aðstöðu ef fólk vill slaka á í góðu næði. Sundlaug með sólarbekkjum og sólhlífar fyrir þá sem vilja hvíla sig á sólinni. Á hótelinu er nokkuð stór bíó/leikhússalur þar sem er skemmtidagskrá öll/flest kvöld ársins. Einnig er stór heilsulind með öllu sem tilheyrir og fullkominn líkamsræktarsalur.

Innifalið í verði ferða er morgun- og kvöldverður ásamt drykkjum með kvöldverð. Einnig er í boði að velja allt innifalið og þá bætist við hádegisverður og snakk matseðill á bilinu 11:30 – 18:30 og úrval innlenndra drykkja á bilinu 10:00 – 24:00

Það er okkar álit að hér sé um afskaplega góðan valkost að ræða þegar kemur að góðri golfferð. Aslappað andrúmsloftið og staðsetningin er einstök.

 • Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður og drykkir með kvöldverð.
 • Í boði er að uppfæra í allt innifalið í mat og drykk.
 • Einnig býður hótelið upp á gegn auka gjaldi sjávarsýn, herbergi sem snúa í suður með útsýni út á sjóinn, kostar 12 evrur nóttin á mann og Junior svítur sem kosta aukalega 60 evrur nóttin herbergið.
Heimasíða Impressive Playa Granada

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Los Moriscos golfvöllurinn

Los Moriscos Club de Golf.

Los Moriscos er 18 holu völlur, par 70 og er tæplega 5.100 metrar af gulum teigum og tæplega 4.700 af rauðum. Fjölbreyttar brautir og þrátt fyrir að vera ekki mjög langur, sem reyndar hentar meðal kylfingnum bara betur, þá er hann skemmtileg áskorun.

Völlurinn hentar vel til að ganga en fyrir þá sem vilja þá er hægt að leigja golfbíl.

Klúbbhúsið er rétt um 700 metra, 5-10 mín rölt, frá hótelinu. Staðsett í flæðarmálinu með einstöku útsýni yfir hafið þegar setið á veitingastaðnum og mælum við með því að allir prófi sjávarréttina þeirra.

Það er ekki amalegt útsýnið á Los Moriscos með hafið á aðra hönd og snævi þakta tinda Sierra Nevada fjallanna á hina ef ferðin er að vori til.

Þar sem völlurinn er ekki of langur, eins og margir golfvellir á Spáni eru þá hentar hann vel fyrir golfskólanemendur.

Heimasíða Los Moriscos Golf

Golfvöllurinn:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Hacienda del álamo

Mjög gott 4 stjörnu hótel

Hótelið er þyrping af smáhýsum, flest 2 hæða. Herbergin sem við bjóðum okkar gestum eru Superior herbergin sem eru rúmgóð og öll með ýmist verönd eða svölum.

Öll herbergin eru með walk in sturtu auk baðkars.

Klúbbhúsið er staðsett við hliðina á hótelinu og æfingasvæðið þar rétt hjá.

Í c.a. 5 mín göngufæri frá hótelinu eru veitingastaðir og lítil verslun.

 • Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður.
 • Hacienda státar af virkilega góðu æfingasvæði með 6 holu æfingavelli.
 • Golfvöllurinn er byggður á sléttlendi og því auðveldur til göngu en klúbburinn býður jafnframt upp á leigu á golfbílum
 • Örstutt frá hótelinu er verslun með helstu nauðsynjum auk veitingastaða til að brjóta upp veruna í kvöldmatnum á hótelinu.
Heimasíða Hacienda Álamo

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Hacienda del Álamo golfvöllurinn

Hacienda golfvöllurinn.

Þrátt fyrir að Haceinda del Álamo sé hannaður sem keppnisvöllur þá hentar hann öllum kylfingum.

Brautir eru nokkuð breiðar og ekki mikið um að kylfingar séu að týna kúlum.

Þrátt fyrir að vera byggður á flatlendi þá er landslag í vellinum en hann er jafnframt auðveldur að ganga fyrir þá sem það kjósa.

Æfingasvæðið er með því betra sem gerist, lengri höggin slegin af grasi og stórar pútt og vippflatir auk glompu til að æfa höggin úr sandinum.

Á æfingasvæðinu er jafnframt 6 holu æfingavöllur sem við nýtum okkur í skólanum.

Klúbbhúsið er glæsilegt með góðri veitingaaðstöðu og golfverslun.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Hacienda del Álamo mjög vel til þess. Engar stórar brekkur er að fara þrátt fyrir að það sé landslag í vellinum.

Æfingasvæðið er með því betra sem gerist og hentar því ákaflega vel fyrir golfskólann.

Heimasíða Hacienda del Álamo

Golfvöllurinn:

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

 • Beint flug. 
 • Flugvallarskattar.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Farangur: ferðataska 15 kg, golfsett 18 kg og handfarangur 8 kg, ATH minni handfarangurinn, málin eru 56x45x25cm.
 • Gisting með morgunverði og kvöldverði.
 • Akstur milli flugvallar og hótels.
 • Kennsla fyrir hádegi og golf eftir hádegi.
 • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við Golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
  Verð í betri sæti 9.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og er miðjusætið ekki setið þannig að vel rúmt er um farþega.

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Skoða verðlista allra ferða / Panta ferð