Við bjóðum upp á úrval af sérmerktum vörum fyrir golfklúbba, fyrirtæki, vinahópa og einstaklinga. Það eru nánast engin takmörk fyrir því hvaða vörur er hægt að sérmerkja, annað hvort með prentun eða saum.
Golfboltar
Við merkjum bolta frá Callaway, Bridgestone, Titleit, Volvik o.fl. Afgreiðslutími er misjafn en getur verið frá 1-2 dögum og upp í 3-5 vikur og fer það eftir merki og magni. Lágmarkspöntun í merkta bolta er aðeins 12 boltar.
Fatnaður
Við bjóðum upp á fatnað frá ýmsum framleiðendum með ísaum. Merkin sem við vinnum mest með eru Puma og Glenmuir.
Trétí
Við bjóðum upp á 55mm og 70mm trétí til merkinga. Erum einnig með bambus stallatí í boði. Afgreiðslutíminn er venjulega 3-7 dagar.
Flatargaflar, húfur, handklæði og ýmsar aðrar golfvörur
Einn af okkar birgjum er Asbri. Þeir eru með mikið úrval af vörum sem þeir merkja fyrir okkur. Þar má nefna flatargafla, boltamerki, handklæði, derhúfur, kuldahúfur, regnhlífar, skótöskur, kylfuhlífar og úrval af gjafavörum sem henta vel til gjafa í golfmótum.
Callaway
Við höfum unnið náið með Callaway undarfarin ár en þeir bjóða upp á úrval af Callaway vörum til merkinga. Má þar nefna sem dæmi púttera, golfpoka, bolta, húfur og ýmsa Callaway fylgihluti.
Sendu póst á info@golfskalinn.is til að
fá nánari upplýsingar um merktar vörur.