Við tökum notaðar kylfur upp í nýjar ef samkomulag næst um verð. Við erum ekki með umboðssölu. Þær kylfur sem við skoðum fyrir uppítökur eru járnasett, trékylfur, fleygjárn, hybrid, pútterar, byrjendapakkar og barnapakkar ef þeir eru heillegir.

Við erum fyrst og fremst að taka kylfur upp í frá „stóru“ merkjunum en það eru þær kylfur sem mesta eftirspurnin er eftir. Í fæstum tilfellum getum við tekið ábyrgð á notuðum kylfum nema þær séu nýlegar og við vitum um uppruna þeirra, þ.e. hvar og hvenær þær voru upphaflega keyptar.

Þetta árið hefur salan í notuðum kylfum verið mjög mikil og kylfur stoppa stutt hjá okkur. Listinn yfir notaðar kylfur sem við erum venjulega með hér á þessari síðu hefur nú verið tekinn út. Ástæðan er sú að listinn úreldist nánast daglega og við höfum ekki tök á að uppfæra listann svo oft.

Við eigum þó venjulega töluvert af notuðum kylfum hjá okkur sem og ónotaðar kylfur frá fyrra ári á niðursettu verði.

Það koma tímar þar sem við þurfum að stoppa uppítökur ef það hefur safnast mikið upp hjá okkur af notuðum kylfum.