einstakt golf resort á almería svæðinu á spáni

Almerimar Golf er virkilega flott golfsvæði með 27 holu golfvelli og glæsilegu hóteli staðsettu á vellinum. Almerimar er ákaflega snyrtilegur lítill bær þar sem golfvöllurinn leikur aðalhlutverkið en þar er jafnframt að finna stóra smábátahöfn með fjölda veitingastaða og fallega baðströnd.

Hótelið er staðsett miðsvæðis í stuttu göngufæri við smábátahöfnina og baðströndina.
Jafnframt er matvörumarkaður, Mercadona, í næsta húsi við hótelið. Stutt er að fara með leigubíl (10 mín) í verslunarmiðstöð með ýmsum fataverslunum.

 • 45 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
 • 27 holu golfvöllur
 • Smábátahöfn með fjölda veitingastaða í 200 metra fjarlægð
 • Baðströnd í göngufæri
 • Matvörumarkaður á næsta horni
 • Í boði að bóka garð/sundlaugarsýn gegn gjaldi

Hótel AR Almerimar Golf

Glæsilegt hótel staðsett við golfvöllinn.

Á hótelinu eru samtals 112 herbergi. Standard herbergin eru mjög rúmgóð, frá 55 fm, búin öllum helstu þægindum s.s. þráðlausri internettengingu, hitastýringu, flatsjónvarpi, öryggishólfi, sófa, skrifborðsaðstöðu og öll með góðum svölum.

Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að slaka á eftir golfið.

Hótelið býður farþegum Golfskálans að prófa heilsulindina í eitt skipti án gjalds en annars þarf að greiða fyrir aðganginn. Einnig er í boði að panta nudd og dekurmeðferðir.

Fyrir utan hótelið er svo sundlaug með aðstöðu til slökunar í sólinni.

Í boði er að bóka garð/sundlaugarsýn gegn greiðslu, 2.000 kr. per herbergi per dag. ATH það að bóka sundlaugarsýn er ekki ávísun á sólarsvalir bæði vegna þess hvernig hótelið snýr við sólu auk þess að svalirnar eru töluvert yfirbyggðar og há handrið á svölum skyggja að hluta til á útsýni.

Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður ásamt léttum drykkjum með kvöldmatnum, vatn, gos, vín, bjór.

Einnig er í boði að bæta við úrvali innlendra drykkja á milli kl. 17:00 og 23:00.

Hádegisverð er hægt að snæða í klúbbhúsinu sem er við hótelið eða rölta niður á smábátahöfnina þar sem finna má fjölda veitingastaða. .

Heimasíða Hotel AR Almerimar Golf

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Almerimar golfvöllurinn

27 holu golfvöllur

Völlurinn sem er hannaður af Rob Kirby og Gary Player er virkilega flottur valkostur þegar velja á góða golfferð. Völlurinn sem samanstendur af þrisvar sinnum 9 holum, stendur á rúmlega 80 hektara svæði og er skemmtileg blanda af ólíkum holum með víðum brautum, stórum flötum og nokkrum vötnum. Þar sem eyjuholan, 3 braut á rauðu slaufunni reynir á hæfni færustu kylfinga.

Mjög gott æfingasvæði er til staðar þar sem hægt er að æfa alla þætti golfleiksins. Klúbbhúsið er glæsilegt og stendur við hlið hótelsins. Þar má geyma golfsettin á milli þess sem golfið er leikið auk þess að þar er að finna flottan veitingastað.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Almerimar Golf mjög vel til þess. Engar stórar brekkur er að fara þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum. Innifalið í verði ferða eru 3hjóla handkerrur en jafnframt er hægt að leigja golfbíl fyrir þá sem það kjósa.

Heimasíða Hotel AR Almerimar Golf

Golfvöllur og klúbbhús:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

HAUST 2024

Best að snúa símanum á hlið til að sjá alla töfluna.

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLI
ÞRÍBÝLIBÓKA
22.09 - 05.1014:50/21:4016:45/19:55Mv. og kvöldv. m/drykkjum
399.900 kr.474.900 kr.389.900 kr.BIÐLISTI
13 nætur / 12 golfd.PlayNeosMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00428.900 kr.499.900 kr.384.900 kr.BIÐLISTI
05.10 - 14.1009:00/15:4516:45/19:55Mv. og kvöldv. m/drykkjum329.900 kr.389.900 kr.319.900 kr.BÓKA NÚNA
9 nætur / 8 golfd.NeosNeosMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00349.900 kr.409.900 kr.339.900 kr.BÓKA NÚNA
FÁ SÆTI EFTIR
14.10 - 25.1009:00/15:4516:45/19:55Mv. og kvöldv. m/drykkjum369.900 kr.434.900 kr.359.900 kr.BIÐLISTI
11 nætur / 10 golfd.NeosNeosMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00394.900 kr.459.900 kr.384.900 kr.BIÐLISTI
25.10 - 02.1109:00/15:4515:45/19:40Mv. og kvöldv. m/drykkjum309.900 kr.369.900 kr.299.900 kr.BÓKA NÚNA
8 nætur / 7 golfd.NeosPlayMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00329.900 kr.389.900 kr.319.900 kr.BÓKA NÚNA
 • Beint flug til og frá Almeria með Neos. 
 • Flugvallarskattar.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Farangur: Ferðataska 15 kg. golfsett 18 kg. handfarangur 8 kg stærð 56x45x25 cm.
 • Gisting með morgun og kvöldverði ásamt léttum drykkjum með kvöldmatnum, vatn, gos, vín, bjór.
 • Í boði er að innifela úrval innlendra drykkja á bilinu 17:00 – 23:00.
 • Akstur milli flugvallar og hótels.
 • Ótakmarkað golf. ATH ekki hægt að panta seinni hring fyrirfram.
 • 3hjóla handkerra er innifalinn, golfbíll kostar kr. 4.500 (2.250 á mann ef tveir um bílinn) per 18 holur.
 • Golf á komudegi er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
 • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við Golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
  Verð í betri sæti 12.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og er þá miðjusætið ekki setið.

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Næstu vellir eru Playa Serena, La Envia og Alborán.

Skoða Verðlista allra ferða / Panta ferð