fbpx

Laust starf hjá ferðaskrifstofu Golfskálans

Golfskálinn er golfverslun á Bíldshöfða 16 sem jafnframt rekur ferðaskrifstofu á sama stað. Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum og er eitt allra öflugasta fyrirtækið á sínu sviði hér á landi. Hjá Golfskálanum starfa að jafnaði 12 manns. Þar til viðbótar starfa hjá okkur um 10 fararstjórar og PGA kennarar á Spáni.

 

Golfskálinn leitar að einstaklingi til starfa hjá ferðaskrifstofu Golfskálans.

 

Helstu verkefni:

  • Almenn þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina
  • Skráning og bókanir ferða í bókunarkerfi
  • Innsetning og uppfærsla upplýsinga golfferða á vef Golfskálans
  • Innheimta og móttaka á greiðslum farþega
  • Samskipti við innlenda og erlenda birgja, (flugfélög, hótel og golfvellir)
  • Önnur tilfallandi verkefni hjá fyrirtækinu

Hæfniskröfur:

  • Geta unnið sjálfstætt og í hóp
  • Gott skipulag og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Áhugi á þjónustustörfum og rík þjónustulund
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð enskukunnátta
  • Stundvísi

Vinnutími er 10:00 – 16:00 virka daga.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á travel@golfskalinn.is

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1.febrúar 2024.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link