Los moriscos golf og hotel impressive playa granada

Þetta fallega golfsvæði er staðsett við Playa de Granada ströndina í Andalúsíu.

Hér er virkilega gott 4* hótel með rúmgóðum herbergjum (öll með walk in sturtum) og góðum hótelgarði sem teygir sig niður að sjálfri ströndinni.

Golfvöllurinn er 18 holur og skemmtileg áskorun fyrir alla kylfinga.

Í næsta nágrenni er bærinn Salobrena sem gaman er að heimsækja, skoða kastalann, rölta um gömlu strætin og fá sér að borða á einhverjum af úrvals veitingastöðunum. Það er örstutt að skjótast með leigubíl til Salobrena eða rölta eftir ströndinni og taka svo leigubíl heim.

Flogið er í beinu leiguflugi með Icelandair til Almería og er það okkar mat að hér sé um virkilega góðan valkost að ræða á einstöku verði.

  • Beint leiguflug með Icelandair.
  • 80 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.
  • Skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem hentar vel til að ganga fyrir þá sem kjósa það.
  • Stutt inní Salobrena og Motril, veitingastaðir og verslanir.
  • Mjög góð 4ra stjörnu gisting við ströndina.

Impressive playa granada

Mjög gott 4 stjörnu hótel

Hótelið er staðsett á ströndinni umlukið golfvellinum. Herbergin er rúmgóð og vel búin og öll með „walk in“ sturtu sem hentar mörgum mun betur en ef sturtan er í baðkarinu. Þau eru öll með góðum svölum eða veröndum.

Hótelgarðurinn er mjög stór og nær niður að baðströndinni og því auðvelt að finna sér aðstöðu ef fólk vill slaka á í góðu næði. Sundlaug með sólarbekkjum og sólhlífar fyrir þá sem vilja hvíla sig á sólinni. Á hótelinu er nokkuð stór bíó/leikhússalur þar sem er skemmtidagskrá öll/flest kvöld ársins. Einnig er stór heilsulind með öllu sem tilheyrir og fullkominn líkamsræktarsalur.

Innifalið í verði ferða er morgun- og kvöldverður ásamt drykkjum með kvöldverð. Einnig er í boði að velja allt innifalið og þá bætist við hádegisverður og snakk matseðill á bilinu 11:30 – 18:30 og úrval innlenndra drykkja á bilinu 10:00 – 24:00

Það er okkar álit að hér sé um afskaplega góðan valkost að ræða þegar kemur að góðri golfferð. Aslappað andrúmsloftið og staðsetningin er einstök en bestu meðmælin eru þó hugsanlega þau að tveir af fararstjórum okkar sögðu einfaldlega „pant vera hérna“ við fyrstu skoðun.

  • Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður og drykkir með kvöldverð.
  • Í boði er að uppfæra í allt innifalið í mat og drykk.
  • Einnig býður hótelið upp á gegn auka gjaldi sjávarsýn, herbergi sem snúa í suður með útsýni út á sjóinn, kostar 12 evrur nóttin á mann og Junior svítur sem kosta aukalega 60 evrur nóttin herbergið.
Heimasíða Impressive Play Granada

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Los moriscos golfvöllurinn

Los Moriscos Club de Golf.

Los Moriscos er 18 holu völlur, par 70 og er tæplega 5.100 metrar af gulum teigum og tæplega 4.700 af rauðum. Fjölbreyttar brautir og þrátt fyrir að vera ekki mjög langur, sem reyndar hentar meðal kylfingnum bara betur, þá er hann skemmtileg áskorun.

Völlurinn hentar vel til að ganga en fyrir þá sem vilja þá er hægt að leigja golfbíl.

Klúbbhúsið er rétt um 700 metra, 5-10 mín rölt, frá hótelinu. Staðsett í flæðarmálinu með einstöku útsýni yfir hafið þegar setið á veitingastaðnum og mælum við með því að allir prófi sjávarréttina þeirra.

Reynslan er að langflestir okkar farþega á Los Moriscos leika ekki meir en 18 holur á dag. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að forbóka ótakmarkað golf fyrir aðeins 8 evrur á dag en það þarf að panta fyrir alla dagana, 10 daga ferð 72 evrur og 12 daga ferð 88 evrur. Ef ekki pantað fyrirfram kostar einstakur hringur 40 evrur og greitt í klúbbhúsinu fyrir leik, 9 holur 25 evrur. Reynslan er jafnframt að það er mjög gott aðgengi að því að leika meira golf samdægurs fyrir þá sem það kjósa.

Til að bóka ótakmarkað golf þá þarf að senda póst til travel@golfskalinn.is eftir að búið er að ganga frá bókun á vefnum.

Það er ekki amalegt útsýnið á Los Moriscos með hafið á aðra hönd og snævi þakta tinda Sierra Nevada fjallanna á hina.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Los Moriscos Golf mjög vel til þess.  Hægt er að leigja 3hjóla handkerrur (6 evrur) en jafnframt er hægt að leigja golfbíl fyrir þá sem það kjósa (25 evrur 18 holur, 12,5 á mann ef tveir deila bíl)

Hægt er að bóka ótakmarkað golf gegn vægu aukagjaldi fyrir brottför.

Heimasíða Los Moriscos Golf

Golfvöllurinn og klúbbhúsið:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

VOR 2024

Best að snúa símanum á hlið til að sjá alla töfluna.

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
23.03 - 01.0409:00/14:4016:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum
UPPSELT309.900 kr.
UPPSELT
09 nætur / 8 golfd.IcelandairIcelandairAllt innifalið.UPPSELT329.900 kr.UPPSELT
01.04 - 11.04
09:00/15:4016:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum279.900 kr.
309.900 kr.
BÓKA NÚNA
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandairAllt innifalið.299.900 kr.329.900 kr.BÓKA NÚNA
4 SÆTI LAUS
11.04 - 22.0409:00/15:4015:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjumUPPSELT333.900 kr.UPPSELT
11 nætur / 10 golfd.IcelandairIcelandairAllt innifalið.UPPSELT357.900 kr.UPPSELT
22.04 - 05.0509:00/15:4015:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum329,900 kr.379,900 kr.UPPSELT
13 nætur / 12 golfdIcelandairIcelandairAllt innifalið.359,900 kr.399,900 kr.UPPSELT
23.04 - 05.0510:00/16:4015:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum329,900 kr.Ekki í boðiUPPSELT
12 nætur / 11 golfdPlay - MalagaIcelandair - AlmeriaAllt innifalið.359,900 kr.Ekki í boðiUPPSELT
  • Beint flug til og frá Almería með Icelandair. 
  • Flugvallarskattar.
  • Íslensk fararstjórn.
  • Farangur: handfarangur, ferðataska og golfsett.
  • Gisting með morgunverði og kvöldverði og drykkir með kvöldmat (vatn, vín, gos, bjór).
  • Einnig er val um að hafa allt innifalið. (Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, snack service s.s. salat, hamborgarar, samlokur, pylsur á milli 11:30 og 18:30, úrval drykkja s.s. bjór, vín, koktelar, gin, romm, viský og fl. frá 10:00 til 24:00).
  • Matur og drykkir eru innifaldir á hótelinu, ekki í klúbbhúsinu.
  • Akstur milli flugvallar og hótels.
  • Golf 18 holur alla daga nema ferðadaga.
  • Handkerra kostar 4 evrur, rafmagnskerra 10 evrur og golfbíll 25 evrur per 18 holur, ATH takmarkað magn af golfbílum enda völlurinn ákaflega léttur að ganga.
  • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
    Verð í betri sæti 14.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og aðeins tvö sæti í röð (Business Class – ath. þó að ekki er um „Business Class“ þjónustu að ræða).
  • Ekki er hægt að nýta vildarpunkta Icelandair í þessar ferðir þar sem um er að ræða leiguflug með Icelandair.

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Næstu vellir eru Granada Golf, Anoreta Golf og Almerimar.