SKILMÁLAR NETVERSLUNAR

Greiðslur og verð

Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði SaltPay, Netgíró, Pei og Síminn Pay Léttgreiðslur eða með millifærslu. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Golfskálinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir eða bakfæra pantanir vegna rangra upplýsingaum verð eða annarra rangra upplýsinga um vöru. Upplýsngar um verð og magntölur á lager er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Sendingarmáti

Pantanir sem berast fyrir hádegi eru sóttar af TVG Express sama dag og eru þá komnar til viðskiptavina sama dag eða innan tveggja daga, (fer eftir staðsetningu og hvaða sendingarmáti er valinn). Ef viðskiptavinur velur að sækja pöntun í verslun þá getur pöntun verið afgreidd samdægurs, (pantanir eru þó ekki teknar saman og afgreiddar á laugardögum). Ef pöntuð vara er ekki til á lager þá verður haft samband við kaupanda og látið vita um áætlaðan afgreiðslutíma.

TVG Express sér um okkar sendingar. Kaupndi hefur val um eftirfarandi:

-Sækja í verslun
-Heimsending (höfuðnorgarsvæði og suðvesturhorn landsins)
-Afhent á dreifingarstöð TVG á höfuðborgarsvæði og um land allt
-Afhent í Box á höfuðborgarsvæð

Um allar sendingar gilda almennir afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar TVG um afhendingu vörunnar.

Sendingarkostnaður kemur fram í pöntunarferlinu. Seningarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 25.000 kr. eða meira.

Skilafrestur eða endurgreiðsla

Skilafrestur pantana er 14 dagar frá kaupdegi og skal ósk um skil berast með tölvupósti á vefur@golfskalinn.is. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og enn í upprunalegum umbúðum. Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur í hendur seljanda. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan þann kostnað sem gæti komið upp við heimsendingu.

Persónuupplýsingar og trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Viðskipti við Golfskalinn.is er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.