Golfskálinn meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Golfskálinn safnar aldrei né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, skráningu í ferðir eða skráningu á biðlista eða póstlist, þar sem viðskiptavinur þarf að skrá nafn sitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Golfskálinn sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Golfskálinn safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna. Þær greiðslur sem greiddar eru með kortagreiðslum í verslun eða á vefsíðu Golfskálans,  fara beint í gegnum greiðslusíðu SaltPay.

Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Golfskálans í tölvupósti á info(hjá)golfskalinn.is