fbpx

Golfskálinn auglýsir eftir starfsfólki

Golfskálinn er golfverslun á Bíldshöfða 16 sem jafnframt rekur ferðaskrifstofu á sama stað. Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum og er eitt allra öflugasta fyrirtækið á sínu sviði hér á landi. Hjá Golfskálanum starfa að jafnaði 10-12 manns. Þar til viðbótar starfa hjá okkur um 10 fararstjórar og PGA kennarar á Spáni, aðallega á vorin og haustin.

 

Við leitum að starfsfólki til sumar-og framtíðarstarfa. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Við leitum að fólki í eftirtaldar stöður. Hlutastarf kemur mögulega til greina.

 

  • SÖLUSTÖRF Í VERSLUN (sumar-og framtíðarstörf)

Verkefni:
Almenn afgreiðslu-og sölustörf
Liðsinna viðskiptavinum um val á golfvörum
Áfyllingar og frágangur á vörum í verslun og lager
Önnur tilfallandi verkefni hjá fyrirtækinu

Hæfniskröfur:
Áhugi á golfi og golfvörum
Rík þjónustulund
Reynsla af verslunar-og/eða þjónustustörfum er kostur
Stundvísi, metnaður og framtakssemi
Geta unnið sjálfstætt og í hóp

 

  • KYLFUMÆLINGAR OG KYLFUVIÐGERÐIR (framtíðarstarf)

Verkefni:
Umsjón, (ásamt öðrum), með mælingum
Veita viðskiptavinum ráðgjöf um val á kylfum, sköftum og öðrum golfbúnaði
Sérpantanir á kylfum og samskipti við innlenda og erlenda birgja
Almennar kylfuviðgerðir
Önnur tilfallandi verkefni hjá fyrirtækinu

Hæfniskröfur:
Reynsla af golfi er nauðsynleg
Mikill áhugi á golfkylfum og öðrum golfbúnaði
Rík þjónustulund
Stundvísi, metnaður og framtakssemi
Geta unnið sjálfstætt og í hóp
Reynsla af kylfumælingum er ekki krafa og reynsluboltar Golfskálans veita þjálfun og kennslu í þessum fræðum auk þess sem við bjóðum viðkomandi aðgang að námskeiðum og kennslugögnum.

Ef þú ert í leit að starfi og vilt vinna í öflugum og skemmtilegum hópi einstaklinga þá endilega sendu okkur umsókn með ferilskrá. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Adam Ingibergsson (sími 770-2326)

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á adam@golfskalinn.is
Umsóknarfrestur er til 26.apríl

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link