fbpx

Haustferðir Golfskálans eru komnar í sölu

Golfskálinn mun bjóða upp á ýmislegt spennandi á Spáni haustið 2024.

Við verðum með okkar eigið leiguflug til Almería á suðurströnd Spánar og þar munu okkar farþegar dvelja og spila á Almerimar, Los Moriscos og Hacienda Del Álamo.

Hinir vinsælu Golfskólar verða bæði á Los Moriscos og Hacienda Del Álamo. Skólarnir okkar eru þrískiptir þannig að flestir kylfingar ættu að finna skóla/kennslu við sitt hæfi. Þetta hentar sérlega vel þegar 2 ferðast saman og þurfa mismunandi skóla. Annar aðilinn getur til dæmis verið í skóla fyrir byrjendur og hinn fyrir lengra komna, (á sama æfingasvæði). Sem sagt skóli fyrir hádegi og svo geta þeir/þær/þau spilað golf saman eftir hádegi.

Það verða fjórar dagsetningar í boði í haust:

22.september – 13 nætur
5.október – 9 nætur
14.október – 11 nætur
25.október – 11 nætur

Að venju þá verðum við einnig með ferðir á Villaitana með beinu flugi á Alicante. Það verða alls sex ferðir í boði á Villaitana.

24.september – 7 nætur
5.október – 7 nætur
8.október – 9 nætur
12.október – 10 nætur
17.október – 9 nætur
26.október – 10 nætur

Ef dagsetingar og lengd ferða á Villaitana henta ekki þá getum við í mörgum tilfellum sett upp pakka sem hentar þér og þínum. Einnig getum við bókað hótel og golf á Villaitana án flugs.

Svo er það Áramóteferð Golfskálans. Það verða tvær brottfarir í boði, 21. og 28.desember og hægt er að velja um 7, 10 eða 14 nætur.

HÉRNA má sjá verð og nánari upplýsingar um allar ferðirnar okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link