Bóka sæti í flug

Áttu þér þitt óskasæti í fluginu eða viltu tryggja að þú sitjir hjá ferðafélaga. Rétt eins og í almennum flugum með Icelandair þá er hægt að bóka sæti gegn greiðslu í leiguflugin okkar. Til að  bóka sæti sendu okkur þá póst á travel@golfskalinn.is eða hringdu í síma 5780120.

Verð hver flugleggur:

  • Almennt sæti kr. 1.450 kr.
  • Sæti við neyðarútgang 3.500 kr.
  • Betri sæti 14.900 kr.*

* Betri sæti eru fremst í vélinni og aðeins tvö sæti í röð (Business Class – Athugið þó að ekki er um „Business Class“ þjónustu að ræða).

Innritun

Athugið að ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Innritun fer fram á flugvelli og það borgar sig að mæta 2 klst fyrir brottför. Hafi farþegar bókað sæti þá kemur það fram í innrituninni.