Þegar hugað er að kylfukaupum þá mælum við með að fólk komi í sveiflumælingu. Í mælingunni er leitast við að finna réttustu kylfurnar fyrir viðkomandi. Hvaða kylfuhaus hentar best, hvaða skaft, lengd og lega og stærð á gripi er allt kannað.

Hér í Golfskálanum notum við mælitæki sem heitir GCQuad, Foresight. Tækið þykir eitt af þeim bestu til sveiflumælinga og er notað af mörgum af stærstu kylfuframleiðendum heimsins.

GCQuad notar háhraða myndavélakerfi með fjórum linsum til að mæla mjög nákvæmlega feril golfkylfunnar og flug golfkúlunnar. Með þessum gildum og myndrænni yfirsýn á högginu er betur hægt að mæla með réttum kylfum fyrir hvern og einn.

Verð fyrir 50 mín sveiflugreiningu með sérþjálfuðum starfsmanni í GC Quad er kr. 8.900. Kvittun gildir sem 5.000 kr inneign ef verslað er járnasett eða trékylfur innan 30 daga. Þetta á ekki við um notaðar kylfur.

Við mælum fólk í básnum okkar hér í Golfskálanum og hægt er að bóka tíma með forminu hér fyrir neðan eða í síma 578-0120.