fbpx

Spánarferðir – Bóka núna – Borga seinna

Vilt þú koma með Golfskálanum til Alicante svæðisins til að leika golf í haust?

En áður en við höldum þangað þá er rétt að ræða aðeins ástandið með veiruna. Nú sjáum við í fréttum að tilfellum er að fjölga á Spáni sem er auðvitað ekki gott en það góða er að spánverjar eru að taka ábyrgt á þessum tilfellum, rétt eins og við höfum gert hér heima. Einnig má líta til þess að á Alicante svæðinu eru fá ný smit, fjölgunin er mest í nágrenni Barcelóna. Við lítum þannig á stöðuna að ef við þorum að vera á ferðinni hér heima þá ætti áhættan ekki að vera meiri í vel skipulagðri golfferð. Flugvélin, rútan, hótelið, herbergið og golfbíllinn eru sótthreinsuð á milli notkuna. Samskiptum við aðra en samferðafólk er hægt að halda í lágmarki og öll gætum við að eigin sóttvörnum.

Nú þegar er töluvert bókað með Golfskálanum, meðal annars þeir sem kusu að eiga inni ferðir frá því í vor. Og þá er rétt að nefna að Golfskálinn er að sjálfsögðu löngu búinn að endurgreiða öllum þeim sem áttu bókaða ferð með okkur í vor og óskuðu eftir endurgreiðslu.

En við viljum endilega fá fleiri með okkur og því höfum við ákveðið að bjóða að bóka án greiðslu staðfestingar til 10 ágúst. Uppsettar ferðir eru til tveggja áfangastaða, Bonalba Golf / Alicante og Villaitana / Benidorm, ýmist 7, 10, 11 eða 14 daga langar. En einnig skoðum við með að sérsníða ferðir ef uppsettar ferðir henta ekki. Yfirlit yfir ferðirnar er að finna HÉRNA á vefnum okkar. Til að bóka án greiðslu staðfestingar okkur upplýsingar á  travel@golfskalinn.is (nöfn farþega eins og þau eru í vegabréfinu, kennitölur, símanúmer og hvaða ferð um ræðir). Ef svo ólíklega vill til að fella þurfi niður ferðir vegna þess að ástand breytist þannig að ótryggt þyki þá munum að sjálfsögðu endurgreiða í samræmi við íslensk lög.

Að venju þá bjóðum við upp á almennar golfferðir, golfskóla og ferðir fyrir Heldri kylfinga (65+ ára).

Hvað áramótaferðirnar okkar varðar þá eigum við enn eftir að fá staðfest með flugið. Allt ananð er í raun klárt. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar hjá okkur og nú þegar eru margir búnir að skrá sig hjá okkur. Þeir sem vilja skrá sig á lista vegna áramótaferðar geta sent póst á travel@golfskalinn.is og þá eru þeir í forgangi þegar við förum að ganga formlega frá bókunum.

 

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link