fbpx

Fitting & Demo dagar

Golfskálinn verður með Fitting & Demo daga í Hraunkoti í samstarfi við Cobra.

Laugardaginn 4.júní og sunnudaginn 5.júní verður Golfskálinn með Fitting & Demo daga í samstarfi við Cobra. Við verðum í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hægt verður að bóka mælingar eða koma við og prufa kylfur milli kl. 10-17 báða dagana.

Við vorum með Fitting & Demo daga með Cobra 2018 og 2019 og nutu þeir mikilla vinsælda. Við þurftum svo að gera hlé á þessu í tvö ár vegna Covid-19 en nú erum við sem sagt komnir aftur af stað. Eins og áður þá fáum við sérfræðing frá Cobra í heimsók, Joakim Carlsson, sem mun sjá um mælingarnar. Hann kom til okkar fyrstu tvö árin og er hann frábær í sínu fagi.

Við bjóðum upp á fríar mælingar hjá Joakim. Hver mæling er 30 mínútur, (járn eða trékylfur). Það þarf að bóka tvöfaldan tíma ef mæla á fyrir bæði járnum og trékylfum.

Þeir sem vilja koma og prufa kylfur geta komið við án þess að bóka tíma. Okkar starfsfólk verður með demo kylfur á staðnum.

Hafir þú áhuga á að bóka mælngu þá getur þú sent tölvupóst á adam@golfskalinn.is eða hringt í 578-0120 og bókað tíma.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link