fbpx

Ný lína í járnum frá Titleist

Við erum komnir með demó í nýju línunni af járnasettum frá Titleist og byrjaðir að mæla og taka niður pantanir.

Þá er loks komið að því. Ný járnasett í T-línunni frá Titleist eru að koma á markað. Við erum komnir með demó og byrjaðir að bóka mælingar. Samkvæmt upplýsingum frá Titleist þá verður afgreiðslutími á sérpöntunum 5-6 vikur til að byrja með. Það getur mögulega breyst í báðar áttir þegar líður á haustið. Þeir sem þurfa ekki mælingu geta pantað hjá okkur núna, (sami biðtími). Nánari upplýsingar um þau sköft sem eru í boði má fá hjá starfsfólki Golfskálans. Verðið má sjá hér neðar í þessari frétt.

Þeir sem hafa áhuga á að bóka tíma í mælingu geta gert það á vefnum okkar HÉRNA eða hringt í okkur í síma 578-0120.

 

153.300 kr.174.300 kr.
195.300 kr.209.300 kr.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link