fbpx

Clicgear 4.0 – Tryggðu þér eintak

Áætluð dagsetning á næstu sendingu af Clicgear 4.0.

Þeir hjá Clicgear eru að glíma við sama vandamál og margir aðrir framleiðendur í golfbransanum. Á þessum Covid tímum eru margir framleiðendur í vandræðum með að útvega þær vörur sem eftirspurn er eftir og það hefur verið mikið um seinkanir þetta árið.

Næsta sending hjá okkur er væntanleg seinni part næsta mánaðar, (október). Það verður sæmilega stór sending en við reiknum fastlega með því að hún seljist upp á nokkrum dögum, jafnvel áður en sendingin lendir hjá okkur. Við fáum svo sennilega ekki fleiri Clicgear kerrur fyrr en í mars/apríl 2022.

Í þessari sendingu fáum við svartar, hvítar og silfur litaðar kerrur, (mögulega fleiri liti). Verðið á þessum kerrum hjá okkur var 44.800 kr núna í sumar en það verður sennileg einhver hækkun þegar næsta sending lendir hjá okkur. Hækkunin verður sennilega nálægt 3-5 þúsund krónur en við getum ekki staðfest það fyrr en nær dregur.

Hafir þú áhuga á að tryggja þér eintak úr sendingunni sem er væntanleg í næsta mánuði þá getur þú skráð þig á lista hjá okkur og við hringjum svo um leið og kerrurnar lenda. Áhugasömum er bent á að hringja í okkur, (578-0120), eða senda okkur póst á info@golfskalinn.is og segja okkur hvaða lit á að taka frá, (muna að láta okkur fá símanúmer til að hringja í).

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link