fbpx

Ocean Tees Umhverfisvæn og sterk

Við settum í sölu síðasta vor Ocean Tees en þau eru þau umhverfisvænustu á markaðnum.

Viðtökurnar hafa verið frábærar og margir kylfingar sáttir við að hjálpa okkur að losna smátt og smátt við plasttíin.

Ocean Tees eru gerð úr sterkum bambus og eru umhverfisvæn. Ekkert plast, ekki heldur í umbúðunum.

Þessi tí koma í fjórum útgáfum. 70mm, 54mm og svo tvær stærðir í svokölluðum stallatíum sem hafa verið mjög vinsæl. 69mm stallatíin eru í sömu lengd og appelsínugulu plasttíin sem eru á markaðnum og 59mm stallatíin eru í sömu lengd og bleiku og fjólubláu plasttín.

Við erum að vona að íslenskir kylfingar séu tilbúnir að taka með okkur þetta litla skref fyrir umhverfið.

Þess má geta að nokkrir vallarstjórar hafa nefnt það við okkur að stallatíin sem gerð eru úr plasti séu slæm fyrir blöðin í sláttuvélunum og fagna því komu þessara tía frá Ocean Tees.

Öll þessi tí eru einnig fánleg í netverslun okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link