fbpx

Golfskálinn leitar að starfsfólki

Vegna aukinna umsvifa auglýsir Golfskálinn eftir starfsfólki í framtíðarstörf.

Um fullt starf er að ræða en hlutastarf kemur einnig til greina.

Um er að ræða almenn afgreiðslu-og sölustörf ásamt ýmsum sérverkefnum hjá fyrirtækinu. Við leitum að einstaklingum með ríka þjónustulund sem hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og í hóp. Þekking og reynsla af golfíþróttinni er æskileg.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Frekari upplýsingar veitir Adam Ingibergsson verslunarstjóri. Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynningarbréf með umsókn á adam@golfskalinn.is

Umsóknarfrestur er til 5.september.

Öllum umsóknum verður svarað.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link