fbpx

Swing Caddie SC300i er lentur hjá okkur

Við vorum að fá fyrstu sendinguna af Swing Caddie SC300i.

Þessi „Launch Monitor“, eða það sem við kjósum að kalla „höggnemi“, er nýjasta útgáfan frá Swing Caddie. SC300i tekur við af SC300 og eru verulega góðar uppfærslur í þessari nýju útgáfu. Sérlega nett tæki sem er hægt að nota bæði innan-og utandyra og þarf ekki mikið pláss því tækið er sett u.þ.b. 90 cm fyrir aftan boltann. Hleðslan dugar í 20 klukkustundir.

Hægt er að nota tækið eitt og sér og stjórna því með þægilegri fjarstýringu sem kemur með í pakkanum. Tækið talar við mann og gefur upp tölur en það er einnig hægt að slökkva á hljóðinu ef það truflar. Þó tækið geti notast eitt og sér þá velja flesti að ná í smáforrit í símann sem tengist tækinu og safnar öllum upplýsingum saman. Við mælum sterklega með forritinu.

SC300i greinir eftirfarandi þætti:

Distance – högglengd, bæði fluglengd og með rúlli
Launch angle – flugtakshorn
Spin rate – spuni boltans
Swing speed – sveifluhraði / kylfuhraði
Ball speed – boltahraði
Smach factor – hlutfall milli bolta-og sveifluhraða
Apex – Mesta flughæð boltans

Tækið kostar 74.900 kr og nánari upplýsingar má finna hérna í netverslun okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link