fbpx

Einstök golfferð til Melia Villaitana 01-13. maí

Golfskálinn verður með einstaklega flotta golfferð til Melia Villaitana sem er rétt við Benidorm á spáni. Villaitana hefur verið vinsæll áfangastaður meðal íslenskra kylfinga enda virkilega góður valkostur. Flott gisting og tveir 18 holu golfvellir aðeins 45 mín frá flugvellinum í Alicante. Ef þú ert með mótefni eða búin/n að fá bólusetningu eða langar bara voða mikið að fara og leika golf við bestu aðstæður þá er þetta ferðin fyrir þig.

Farið verður til Melia Villaitana 01.-13.maí, (12 nætur og 11 golfdagar). Eigum nokkur sæti laus í virkilega flotta golfferð í sólina. Frábær gæði og besta verðið.

  • Beint flug með Icelandair til Alicante.
  • Akstur milli flugvallar og hótels.
  • Gisting á virkilega flottu 4* hóteli.
  • Morgun, kvöldmatur og drykkir með kvöldmatnum.
  • Ótakmarkað golf.
  • 2 x 18 holu golfvellir.
  • Golfbílar innifaldir.
  • Íslensk fararstjórn.

Verð á mann í tvíbýli kr. 323.900 og einbýli kr. 374.900

Nánarið upplýsingar um Villaitana og bókanir HÉRNA á vefnum okkar. Einnig er hægt að senda póst á bergur@golfskalinn.is

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link