fbpx

Jákvæðar fréttir frá Cobra/Puma.

Hér eru nokkrar fréttir frá Cobra/Puma.

100% afköst hjá Cobra
Cocid-19 hefur gert flestum golfframleiðendum erfitt fyrir síðustu mánuðina. Afgreiðslutími á sérpöntuðum kylfum hefur aldrei verið lengri hjá flestum framleiðendum og hafa íslenskir kylfingar fengið að finna fyrir því. Við vorum að fá þær fréttir frá Cobra að samsetningarverksmiðja þeirra á Englandi er núna kominn í 100% afköst og geta þeir nú afgreitt allar sérpantanir fljótt og vel. Lagerstaðan er góð og loks búið að ganga frá allri pappírvinnu vegna Brexit. Þetta eru sérlega ánægjulegar fréttir, sérstaklega í ljósi þess að eftirspurning eftir Cobra kylfum hefur aldrei verið meiri, ekki síst á Íslandi.

85 dagar í nýja putterlínu frá Cobra.
Við getum varla beðið. Nú eru þeir hjá Cobra að fara inn á púttermarkaðinn og gera það með stæl. Þeir munum koma með glæsilega línu í pútterum núna í ár og er áætlað að þeir komi formlega á markað 21.maí. Nánar um það síðar.

Cobra driverar fá frábæra dóma hjá MyGolfSpy
Þeir hjá MGS voru að gefa út listann yfir bestu driverana þetta árið. Að þessu sinni voru alls 38 driverar prufaðir og óhætt er að segja að Cobra kom frábærlega út í samanburðinum við hin stóru merkin. Radspeed var í 3-sæti, Radspeed XB í 5-sæti og Radspeed XD í 11-sæti. Cobra er eini framleiðandinn sem átti 2 drivera á topp 5 og 3 á topp 11.

Puma Ignite Fasten8 & Fasten Pro
Þessir skór eru komnir á markað og við erum búnir að fá fyrstu sendingu til okkar. Það sem gerir þessa skó sérstaka, fyrir utan þægindin, eru reimarnar sem eru festar við sólann og vefjast vel utan um fótinn. Reimarnar eru ekki að utanverðu.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link