fbpx

Cobra með fyrstu þrívíddarprentuðu kylfuna

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá Cobra Golf í dag.

Cobra og Hewlett Packard vinna saman að nýstárlegri leið til að framleiða golfkylfur.

Cobra og Hewlett Packard byrjuðu að vinna saman að gerð golfkylfa með þrívíddarprentun fyrir tveimur árum og nú er fyrsta þrívíddarprentaða golfkylfan mætt, COBRA SUPERSPORT 35 pútterinn. 3D tæknin býður upp á alveg ný tækifæri til að þróa og framleiða golfkylfur og því má segja að pútterinn sé aðeins byrjunin á því sem koma skal.

Cobra er framsækið fyrirtæki þegar kemur að hönnun á golfkylfum og það sama má segja um Hewlett Packard þegar kemur að prenturum. Þegar þessi fyrirtæki hófu samstarf fyrir tveimur árum var markmiðið að þróa framtíðarleið við hönnun og framleiðslu á golfkylfum. Með 3D prentun opnast nýjir möguleikar, sérstaklega varðandi þyngdardreifingu í kylfuhausnum sem hefur verið aðal málið hjá öllum betri framleiðendum undanfarin ár.

Hjá Cobra Golf leitumst við að framleiða vörur sem hjálpa kylfingum á öllum getustigum til að spila betra golf og njóta leiksins, segir Jose Miraflor, varaforseti markaðssviðs Cobra Golf. Til að gera það er mikilvægt að nota árangursríkustu framleiðsluferlana við hönnun og það höfum við örugglega gert með þessum nýja pútter.

Hefðbundin framleiðsla golfkylfa hefst með málmstykki sem þarf að sníða til bæði fyrir lögun og þyngdardreifingu en með þrívíddarprentara er þessu öfugt farið. Þú byrjar með ekkert og setur svo efnið þar sem þú vilt hafa það. Sem dæmi þá gerir þrívíddarprentunin Cobra mögulegt að hámarka  MOI kylfunnar. (MOI (Moment of inertia) hverfitregða, með háu MOI snýst kylfan minna ef kúlan er ekki hitt á jafnvægispunkt kylfunnar).

Annar mikill kostur við þrívíddarprentun er að það er mjög auðvelt og fljótlegt að þróa nýja frumgerð, (prótótýpu), eða gera fínar og smærri breytingar vegna þess að ekki er þörf á verkfærum eða mótum. Teiknaðu bara og settu upp nýja hönnun í tölvunni og ýttu á „Prenta“. Á sama tíma og það tekur að þróa fyrstu frumgerð með hefðbundnum aðferðum getur Cobra nú prófað 10 til 20 frumgerðir og auðvitað verður lokaniðurstaðan betri með þeirri aðferð.

Þriðji stóri kosturinn við 3D prentun eru bætt gæði og nákvæmni. Á síðustu árum hefur Cobra fjárfest mikið, fyrst í CNC-milled andliti í driverum, síðan MIM hönnunin og nú í þrívíddar prentuðum kylfum.

Við byrjuðum að skoða þrívíddarprentun fyrir 8-10 árum og héldum að það væru 15-20 ár í að það væri hægt að nýta 3D í framleiðslu á golfkylfum, segir Mike Yagley, varaforseti nýsköpunar og gervigreindar hjá Cobra. Hér erum við innan við áratug síðar og höfum fyrstu kylfuna tilbúna.

Þessi fyrsti pútter sinnar tegundar er frábært dæmi um magnaða hönnunar og framleiðslugetu HP Metal Jet 3D prenttækninnar, segir Uday Yadati, yfirmaður HP Metal Jet. Mikill áhugi Cobra til nýsköpunar og samkeppnishæfni ásamt leiðandi tækniþekkingu hjá Parmatech hefur leitt til byltingar í hönnun fyrir golfáhugamenn um allan heim.

Eins og áður segir þá er COBRA SUPERSPORT 35 pútterinn að skila hæsta mögulega MOI í blaðpútter en auk þess er hann með inserti frá SIK Golf sem gefur sama rúll óháð því hvort aðkoma púttersins er upp eða niður á boltann þegar þú púttar. Nánar um þetta insert hérna.

Ef þú vilt lesa meira um 3D-væðingu Cobra þá birti MyGolfSpy.com áhugaverða grein í sumar. Þeir segja meðal annars: „The deeper you dive into the possibilities, the more it becomes clear that this technology has the potential to completely change damn near everything“. Tímanum er vel varið við lestur þessarar greinar til að skilja betur þá tækni sem Cobra er nú að kynna.

COBRA SUPERSPORT 35 pútterinn verður fáanlegur 20.nóvember og hægt verður að sérpanta hann hjá öllum dreifingaraðilum Cobra Golf á Norðurlöndunum, þ.á.m. hjá Golfskálanum Bíldshöfða 16. Pútterinn kemur með Lamkin Sinkfit Smart gripi og verður með Cobra Connect. Þessi fyrsta þrívíddarprentaða golfkylfa sem framleidd hefur verið kemur í mjög takmörkuðu magni, (Limited útgáfa). Aðeins 70 pútterar dreifast á öll Norðurlöndin og verðið er 64.600 kr. (399 evrur). Áhugasamir geta sent póst á info@golfskalinn.is

Á næstunni mun Cobra setja á markað tvær kylfur til viðbótar sem verða framleiddar með þrívíddarprentun. Hafðu augun opin, þetta eru virkilega spennandi tímar því framtíðin í framleiðslu á golfkylfum byrjar í dag.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link