fbpx

Volvik boltarnir komnir í Golfskálann

Við vorum að fá inn á gólf fyrstu sendinguna frá Volvik.

Þeir hjá Volvik í Suður Kóreu höfðu samband við okkur í fyrra og óskuðu eftir að við tækjum að okkur dreifinguna á þeirra boltum á Íslandi. Við þurftum ekki að hugsa okkur um lengi þar sem þessir boltar hafa verið vinsælir hjá kylfingum um allan heim undanfarin ár. Fyrir utan gæðin í boltunum þá eru það líka þessir möttu litir sem höfða til margra kylfinga en þeir hjá Volvik voru einmitt þeir fyrstu sem komu með möttu litina á markað á sínum tíma.

Í fyrstu sendingu eru það þrjár tegundir sem við byrjum með. Volvik Vivid boltann (3-pc) tökum við inn í átta mismunandi möttum litum. Við reiknum með að þessi bolti verði mjög vinsæll enda passar hann sveifluhraða mjög stórs hóps kylfinga, (70-100 mph). Volvik Solice boltann tókum við inn í fjórum litum en þessi bolti hefur verið vinsæll meðal kvenkylfinga víða um heim. Að lokum þá tokum við inn Volvik Vimat Soft boltann og hann verður eingöngu seldur í 12 bolta kössum og verður í stæðunum við afgreiðsluborðið. Verð á 12 bolta kassa er 3.400 kr.

Hér að neðan má sjá alla Volvik boltana sem eru komnir í Golfskálann.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link