fbpx

Gakktu vel frá golfskónum fyrir veturinn

Við mælum með að huga vel að golfskónum áður en þeir verða settir inn í skáp fyrir veturinn.

Ef þú vilt hugsa vel um golfskóna þína þá mælum við með að ganga vel frá þeim fyrir veturinn. Það eru nokkrar leiðir til að fá skóna í fínu standi út úr skápnum í vor.

Við mælum með því að nota leðursápu sem hentar á flesta skó hvort sem þeir eru úr leðri eða gerfiefnum. Einnig mælum við með að bera leðuráburð á golfskóna ef þeir eru gerðir úr leðri. Áburðurinn gegnur vel inn í skinnið og mýkir skóna. Að lokum má nefna skótrén sem allt of fáir kylfingar eiga. Skótrén gera það að verkum að skórnir halda vel lögun og minnka líkurnar á að brot í leðrinu springa. Við mælum með að nota eingöngi skótré sem gerð eru úr viði, (ekki plasti).

Hér að neðan má sjá ýmsar vörur sem koma að góðum notum fyrir þá sem vilja hugsa vel um golfskóna sína.

Uppselt

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link