Þessir léttu og klassísku Ecco sandalar standa ávallt fyrir sínu. Einir vinsælustu skórnir frá Ecco, klassískir svartir og stílhreinir. Þetta eru virkilega þægilegir sandalar úr nubuck leðri sem þú getur stillt á þremur stöðum, yfir tánna, um ökklann og aftan við hælinn. Þessir eru fullkomnir í fríið, vinnuna eða þess vegna bara heima í stofu.
RECEPTOR® er fullkomin tækni sem styður virkni og frammistöðu til útivistar með því að undirstrika náttúrulegan hreyfanleika göngulagsins í hverju skrefi, frá því hællinn snertir undirlag og fram í tána sem þrýstir frá.
Ecco var stofnað af Karl Toosbuy. Markmið Ecco er að verða besta skófyrirtæki í heiminum og því eru gæði í vinnu og efnum í fyrsta sæti þegar kemur að því að hanna skó. Ecco framleiðir sitt eigið leður því gæðin skipta öllu máli og skórnir eru handgerðir til hvers einasta smáatriðis. Ecco meistararnir hafa fundið fullkomið jafnvægi á milli handavinnu og nýjustu tækni í skógerð.