Tveir golvellir hannaðir af Jack Nicklaus

FRÁBÆR VALKOSTUR!

Það er okkar álit að Villaitana, verð og gæði, sé einfaldlega BESTI valkosturinn á öllu Alicante svæðinu.

ATH. Við vekjum sérstaka athygli á möguleikanum að bóka hótel og golf án flugsins. Verð per dag kemur fram í verðskránni. Til að bóka þarf að hafa samband við okkur í síma 578 0120 eða senda póst á travel@golfskalinn.is

Hótelið er einstakt og býður upp á bæði 4* og 5* gistingu, tvo 18 holu golfvelli og örstutt í verslanir, veitingastaði og fjörugt næturlíf fyrir þá sem það kjósa.

Golfvellirnir sem eru hannaðir af Jack Nicklaus eru tveir, LEVANTE par 72 og PONIENTE par 62. Levante völlurinn svipar til links vallar að sumu leyti, mikið af glompum en þó ekki þykka grasið sem víða er á links völlunum. Flatirnar eru flestar fremur stórar með töluverðu landslagi og margar vel varðar af glompum. Fyrir þá sem kjósa að ganga golfið þá hentar Levante mjög vel til þess. Poniente er blanda af par 3 og 4 brautum og er virkilega vel heppnaður. Liggur í dal sem gefur brautunum mikið landslag og reynir á leikskipulag ef á að skora hann vel þrátt fyrir að vera ekki mjög langur.

  • Hótelið er staðsett við golfvellina.
  • Val um ólíka veitingastaði á hóteli.
  • Örstutt niður á Benidorm með baðströndum, veitingastöðum, verslunum og fjörugu næturlífi.
  • 40 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.
  • Fararstjóri er Ingibergur Jóhannsson

LEVANTE par 72

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

PONIENTE par 62

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Villaitana Melia hótelið

Hótelið er staðsett við golfvellina

Villaitana þekkja margir íslenskir kylfingar sem hafa leikið golf á Alicante svæðinu. Upphaflega sem Real de Faula og undanfarin ár sem Villaitana. Melia hótelkeðjan rekur hótelið sem er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl. Herbergin eru rúmgóð með svölum eða verönd og öllum helstu þægindum. Á hótelinu er val um ólíka veitingastaði auk þess að úrval veitingastaða í næsta nágrenni er mikið. ATH veitingastaðirnir á hótelinu eru mismikið opnir. Flest kvöld (nær öll) er opið hlaðborð en opnun Casa Nostra, Lima og Papa Mambo fer eftir gestafjölda hverju sinni. Okkar ráðlegging er að kanna við komu á hótelið stöðuna næstu daga og panta þá sem fyrst borð ef áhugi á að snæða á einhverjum þeirra.

Uppfærsla í 5*

Melia hótelin bjóða sum upp á uppfærslu í LEVEL sem er 5* hluti hótelsins. Á Villaitana er munurinn stærri herbergi og walk in sturtur, sér morgunverðarsalur, upphituð útisundlaug og aðgangur að léttvínsbar (vatn, gos, bjór, léttvín, freyðivín, ýmiskonar snakk og einstaka happy hour þar sem boðið er upp á úrval sterkra drykkja og tapas rétta). Verðið er 80 evrur á dag per herbergi. Til að bóka þarf að senda póst á travel@golfskalinn.is í framhaldi af bókun ferðar og við könnum hvort sé laust til uppfærslu.

Örstutt í Benidorm og Altea

Frá Villaitana er örstutt niður í gamla bæinn í Benidorm þar sem er að finna mikið úrval veitingastaða og verslana auk þess að gaman er að ganga upp á útsýnispallinn yfir strendurnar Poniente og Levante. Fyrir þá sem vilja kíkja út á lífið þá er næturlífið á Benidorm fjörugt öll kvöld vikunnar á Benidorm.

Altea er gaman að heimsækja, rölta um um gömlu strætin og fá sér svo kvöldmat á einum af mörgum úrvals veitingastöðunum í Altea.

Val um kvöldmáltíð

Val er um að bóka ferð með eingöngu morgunmat eða með morgun og kvöldmat. Reynslan er að flestir okkar farþega kjósa að bóka einungis með morgunmat og nýta sér að það eru fleiri en einn veitingastaður á hótelinu auk þess að það er örstutt að skreppa niður á Benidorm þar sem er að finna mjög mikið úrval veitingastaða.

Heimasíða Meliá Villaitana

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Vor 2025

Best að snúa símanum á hlið til að sjá alla töfluna.

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
Allt tímabliðEigin vegumEigin vegumMorgunverðurFrá kr 24.000 per dagFrá kr 29.000 per dagÍ síma 578 0120 eða
Allt tímabliðEigin vegumEigin vegumMorgun og kvöldv.Frá kr 29.000 per dagFrá kr 34.000 per dagtravel@golfskalinn.is
29.03 - 05.0415:20 / 21:5517:35 / 20:20Morgunverður
254.900 kr.296.900 kr.UPPSELT
7 nætur / 7 golfdagarPLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.289.900 kr.329.900 kr.UPPSELT
01.04 - 10.0410:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður299.900 kr.349.900 kr.BÓKA NÚNA
9 nætur / 8 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.344.900 kr.394.900 kr.BÓKA NÚNA
05.04 - 10.0410:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður219.900 kr.249.900 kr.UPPSELT
5 nætur / 5 golfdagarPLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.244.900 kr.274.900 kr.UPPSELT
GETUM BÚIÐ TIL STYTTRI FERÐIR EFTIR ÓSKUM
05.04 - 13.0410:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður277.900 kr.324.900 kr.BÓKA NÚNA
8 nætur / 7 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.317.900 kr.364.900 kr.BÓKA NÚNA
10.04 - 20.0410:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður338.900 kr.397.900 kr.BÓKA NÚNA
10 nætur / 9 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.388.900 kr.447.900 kr.BÓKA NÚNA
18.04 - 26.0410:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður289.900 kr.329.900 kr.BÓKA NÚNA
8 nætur / 7 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.324.900 kr369.900 krBÓKA NÚNA
21.04 - 01.0510:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður323.900 kr.382.900 krBÓKA NÚNA
10 nætur / 9 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.373.900 kr.432.900 kr.BÓKA NÚNA
23.04 - 01.0510:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður
277.900 kr.324.900 kr.UPPSELT
8 nætur / 7 golfdagarPLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.317.900 kr.364.900 kr.UPPSELT
26.04 - 06.0510:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður323.900 kr.382.900 krBÓKA NÚNA
10 nætur / 9 golfdag.PLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.373.900 kr.432.900 kr.BÓKA NÚNA
01.05 - 10.0510:00 / 16:3517:35 / 20:20Morgunverður
299.900 kr.349.900 kr.BÓKA NÚNA
9 nætur / 8 golfdagarPLAY OG600PLAY OG601Morgun og kvöldv.344.900 kr.394.900 kr.BÓKA NÚNA
  • Beint flug til og frá Alicante með PLAY.
  • Ferðataska 20 kg, golfsett 23 kg, handfarangur hæð 42 cm, breidd 32 cm, þykkt 25 cm, þyngd 10 kg.
  • Gisting með morgunverði (og kvöldverði fyrir þá sem það kjósa).
  • Akstur til og frá Alicante flugvelli. ATH í sérferðum er akstur ekki innifalinn nema þess sé sérstaklega getið
  • Ótakmarkað golf alla daga nema ferðadaga.
  • Golfbíll kostar 43€ á hring, (21,5€ á mann ef tveir deila bíl). Kerran kostar 7€. Golfbíll er innifalinn á Poniente vellinum.
  • ATH það er í boði að kaupa einungis landpakkann, gistinguna og golfið ef þú/þið viljið bóka flugið á eigin vegum.
  • Íslensk fararstjórn.
Skoða Verðlista allra ferða / Panta ferð

Benidorm

Benidorm hefur verið einn vinsælasti ferðamannastaður á Spáni frá 1922 þegar höfnin var stækkuð og fyrstu hótelin byggð. Það má svo segja að það hafi orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum eftir 1950 þegar Benidorm varð vinsæll hjá innfæddum og þá sérstaklega Madridarbúum. Í dag er Benidorm þekkt fyrir ferðamannaiðnaðinn, strandlíf og háhýsi og má segja að fólk flykkist til Benidorm til að njóta strandlífsins.

Meðalhitastig á svæðinu mælist 24 gráður yfir árið. Yfir vetrarmánuði er sjaldgæft að hiti fari niður fyrir fimmtán gráður en sumrin eru mjög heit og er meðalhiti þá 33 gráður.

Gott úrval verslana er á Benidorm svæðinu, allt frá ódýrum kínamörkuðum til fínnar merkjavöru. Einnig er vinsælt að fara í La Marina „mollið“ sem er c.a. 5 mín með leigubíl frá hótelinu. Þar er að finna allra þessar helstu verslanir sem flestir eru að leita að.

Fyrir ferðir til og frá Benidorm er einfaldast að taka leigubíl. Ef það er áhugi á að skjótast til Alicante borgarinnar þá er hægt að taka lest/sporvagn í Benidorm. Bílaleigubílar eru gjarnan hagstæðir í leigu, hægt að fá aðstoð á hótelinu til að leigja bíl.

Mikið úrval veitingastaða er á Benidorm og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gott ráð er að spyrja starfsfólk hótelsins varðandi hvaða staðir eru að fá bestu dóma hverju sinni. Einnig má skoða Tripadvisor og sjá hverju þeir mæla með.

Aðalstaðurinn fyrir næturlífið er “the strip of Levante Beach Boulevard“ sem liggur meðfram ströndinn, torgið hjá Avenida Mallorca, gamli bærinn Benidorm og svo eru stórir skemmtistaðir á aðalgötunni rétt utan við Benidorm sem liggur í áttina að Valencia.