Hönnun SM10 raufanna má skipta í tvo hluta, lágar gráður (46°-54°) eru hannaðar þannig að þær eru mjórri og eru skornar aðeins dýpri á meðan hærri gráðurnar (56°-62°) eru örlítið víðari og ekki eins djúpar.
Meira tungsten er sett í tánna á SM10 til að minnka líkurnar á að kylfan lokist í gegnum höggið og minnkar þar með líkurnar á að kylfingur dragi höggið.
Ný kylfa er kynnt til leiks í SM10, 54.08M. Ástæðan fyrir því er að 54.08M hefur verið mjög vinsæl hjá atvinnumönnum og var því ákveðið að bæta henni inní línuna.
Gott er að hafa í huga að æskilegt er að hafa ekki meira en 4°-6° bil á milli fleygjárna.
Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í vali á fleygjárnum eru svokölluð GRIND eða botninn á hausnum. Á SM10 eru 6 mismunandi GRIND.
F GRIND
- Sérstaklega hannað fyrir þau fleygjárn sem eru oftast notuð í full högg. Einnig mjög góð fyrir þá sem taka miklar torfur.
M GRIND
- Hannað fyrir þá kylfinga sem vilja eiga möguleika á að opna og loka kylfuhausnum í höggunum í kringum flatirnar. Kjörin Grind fyrir þá sem koma flatt á boltann og sópa honum upp í loftið. (kylfingar sem taka ekki mikla torfu)
S GRIND
- Kjörin fyrir kylfinga sem leika á miðlungs eða mjög hörðu undirlagi. Einnig er það hugsað fyrir þá sem vilja hafa hendurnar fyrir framan eða aftan boltann þegar hann er hittur.
D GRIND
- Sérstaklega hannað fyrir þá sem koma mjög bratt á boltann (taka djúpar torfur)
T GRIND
- Fyrir þá kylfinga sem eru að leika á mjög hörðu undirlagi og hafa mikla og góða stjórn á kylfuhausnum þegar boltinn er hittur. T GRIND er með minnsta bounce-inu og minnstu fyrirgefningunni.
K GRIND
- Þykkasti botninn og mesta bounce-ið sem gerir hana mjög fyrirgefandi á mjúku undirlagi og af mörgum talin vera besta fleygjárnið úr mjúkum sandi.