NX DHC er ný rafmagnskerra frá Powerbug. Rafmagnskerra sem hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á og rúmlega það. NX DHC er sterk rafmagnskerra sem vegur 10 kg án rafhlöðu. Rafhlaðan er 28,8v (36 holur) er er smellt beint í stæði, (engar snúrur).
Kerran er með bremsukerfi í niðurhalla, (DHC), og einnig handbremsu. Á skjá í handfangi má m.a. sjá hleðsluna á rafhlöðunni. Þar er einnig USB tengi til hleðslu. Hægt er að segja henni að fara sjálf 10, 20, 30, 40 eða 50 metra áfram á eigin vegum.
Við erum algjörlega sannfærð um að þessi kerra sé frábær kostur fyrir íslenska kylfinga. Létt, traust, einföld, áreiðanleg og með lithium rafhlöðu. Mjög einfalt að leggja hana saman og setja hana upp.