Grip Boost er sprey sem bætir gripið verulega hvort sem það er notað á golfhanskann eða á kylfugripið. Þetta er sérstaklega gott þegar blautt er en virkar líka vel á þurra hanska og grip. Einnig er hægt að nota þetta sprey á berar hendur.
Grip Boost kemur í litlum spreybrúsa. Þú spreyjar á hanskann eða gripið, (af ca. 20-30 cm færi), og vökvinn tekur sig á nokkrum sekúndum. Það myndast þunn himna á hanskanum sem bætir gripið verulega.
Já – og þetta er löglegt samkvæmt reglum golfsins.