fbpx

2UNDR Swing Shift

3.900 kr.

Það eru um 3 ár frá því þessar nærbuxur komu á markað og viðtökurnar hafa verið algjörlega frábærar meðal íþróttamanna og þar með talið kylfinga. Þetta eru einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun og mýkjast með hverjum þvotti.

Það eru tvær línur í gangi hjá okkur. Swing Shift og Gear Shift.

SWING SHIFT
Nærbuxur sem eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota.

GEAR SHIFT
Þessar nærbuxur henta betur fyrir þá sem stunda “líkamlegri” íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta, körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt.

Buxnastrengurinn er 3sm hár og er sérstaklega styrktur svo hann haldist uppi, (no roll), en er samt um leið þægilegur og með góðri teygju.

Joey Pouch
Aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og þægilegur “kengúrupoki” innan á nærbuxunum sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn“ núning.

Non-Drip-Tip
Einstakt rakastjórnunar lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.