Los moriscos golf og hotel elba motril

Þetta fallega golfsvæði er staðsett um það bil 1,5 tíma frá flugvellinum í Almería og í næsta nágrenni við Sierra Nevada skíðasvæðið í Granada.

Hér væri tilvalið að leigja bílaleigubíl í nokkra daga og fara á skíði fyrir hádegi og svo í golf eftir hádegi fyrir þá sem hafa gaman af því að skella sér á skíði. (ATH á við um vorferðir)

Einnig er upplagt að heimsækja Motril sem er stærsta borgin á Costa Tropical ströndinni. Skoða menninguna, kíkja í verslanir og enda á góðum veitingastað. Motril er í innan við 15 mín akstursfjarlægð.

Flogið er í beinu leiguflugi með Icelandair til Almería og er óhætt að segja að hér sé um virkilega góðan valkost að ræða á einstöku verði.

 • Beint leiguflug með Icelandair
 • 90 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
 • Skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem hentar vel til að ganga fyrir þá sem kjósa það.
 • Stutt inní Motril, 7,5 km
 • Mjög góð 4ra stjörnu gisting við ströndina

hotel elba motril beach & business

Mjög gott 4 stjörnu hótel

Hótelið er staðsett á strandgötunni í Motril, rétt um 2 km frá Los Moriscos golfvellinum. ATH í boði er akstur á milli hótels og golfvallar.

Herbergin er rúmgóð og öll með góðum svölum. Í boði er að fá sjávarsýn gegn aukagjaldi.

Við hótelið er snyrtilegur sundlaugargarður og Poniente ströndin er hinum megin við götuna fyrir þá sem vilja skella sér í sjósund, sólbað eða bara til að rölta flæðarmálið. Val er um að bóka ferð með morgun og kvöldmat innifalið annars vegar og svo hins vegar að bæta við úrvali innlendra drykkja frá kl. 17:00 til 23:00.

Það er okkar álit að hér sé um góðan valkost að ræða á einstaklega hagstæðu verði.

 • Mjög gott 4* hótel
 • Staðsett við strönd
 • Val um ólíka veitingastaði í göngufæri
 • Virkilega hagstætt verð
 • Sjávarsýn kr. 12.000 aukalega
Heimasíða Elba Motril Beach & Business

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Los moriscos golfvöllurinn

Los Moriscos Club de Golf.

Los Moriscos er 18 holu völlur, par 70 og er tæplega 5.100 metrar af gulum teigum og tæplega 4.700 af rauðum. Fjölbreyttar brautir og þrátt fyrir að vera ekki mjög langur, sem reyndar hentar meðal kylfingnum bara betur, þá er hann skemmtileg áskorun.

Völlurinn hentar vel til að ganga en fyrir þá sem vilja þá er hægt að leigja golfbíl.

Klúbbhúsið er staðsett í flæðarmálinu með einstöku útsýni yfir hafið þegar setið á veitingastaðnum og mælum við með því að allir prófi sjávarréttina þeirra.

Það er ekki amalegt útsýnið á Los Moriscos með hafið á aðra hönd og snævi þakta tinda Sierra Nevada fjallanna á hina.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Los Moriscos Golf mjög vel til þess.  Innifalið eru 2hjóla handkerrur en einnig er hægt að leigja 3hjóla handkerrur, rafmagnskerrur eða golfbíl fyrir þá sem það kjósa.

Æfingasvæðið á Los Moriscos er í smá fjarlægð frá klúbbhúsinu, ef kylfingar vilja hita upp á æfingasvæðinu þá er hentugast að ná sér fyrst í golfbíl til að skjótast á milli eða semja við fararstjóra um skutl.

Heimasíða Los Moriscos Golf

Golfvöllurinn og klúbbhúsið:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Verðlisti

Haust 2022

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
29.10 - 08.1109:00/15:4016:40/19:35Morgun & kvöldverður
229.900 kr.273.900 kr.
UPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandairMv, kv, drykkir 17-23.00249.900 kr.297.900 kr.UPPSELT
Innifalið í verði ferðar
 • Beint flug til og frá Almería með Icelandair. 
 • Flugvallarskattar.
 • Íslensk fararstjórn.
 • Farangur: handfarangur, ferðataska og golfsett.
 • Gisting með morgunverði og kvöldverði, einnig hægt að bóka með drykki innifalda kl. 17:00 til 23:00.
 • Akstur á milli hótels og golfvallar.
 • Akstur milli flugvallar og hótels.
 • Ótakmarkað golf. ATH ekki hægt að panta seinni hring fyrirfram.
 • 2hjóla handkerra er án kostnaðar, 3hjóla kostar 4 evrur, rafmagnskerra 10 evrur og golfbíll 25 evrur per 18 holur.
 • Golf á komudegi er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
 • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
  Verð í betri sæti 14.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og aðeins tvö sæti í röð (Business Class – ath. þó að ekki er um „Business Class“ þjónustu að ræða).
 • Ekki er hægt að nýta vildarpunkta Icelandair í þessar ferðir þar sem um er að ræða leiguflug með Icelandair.
Spil á öðrum völlum

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Næstu vellir eru Granada Golf, Anoreta Golf og Almerimar.