TÍMABUNDIN LÆKKUN STAÐFESTINGARGJALDS Í AÐEINS KR. 10.000.-

Eðlilega þá eru margir tvístígandi þegar kemur að því að bóka golfferðina næsta vor og vilja sjá hvað verður með framgang bólusetningar gegn Covid áður en greiðsla fullrar staðfestingar á sér stað.

En á móti kemur að á sama tíma gætu ferðir selst upp!!

Til að koma á móts við okkar viðskiptavini þá býður Golfskálinn tímbundið að bóka/festa ferð gegn aðeins 10.000 kr. staðfestingargjaldi á mann.

Ef aðstæður verða þannig í vor að það verði ekki ferðafært þá gilda almennir skilmálar og við endurgreiðum lögum samkvæmt.