Með því besta á Alicante / Murcia svæðinu á spáni
La Finca er virkilega flott golfsvæði með 18 holu golfvelli og 5 stjörnu hóteli staðsettu við völlinn. Golfvöllurinn er hannaður af Pepe Gancedo og var opnaður 2002.
La Finca er staðsett í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum í Alicante og þegar þangað er komið þarftu ekki að fara neitt annað. Hótelið með 120 rúmgóðum herbergjum, 33m2, veitingastöðum, tyrknesku baði, nuddpottum og öllu sem til þarf til að gestum líði vel.
- 40 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
- 18 holu golfvöllur
- Golfbíll innifalinn með golfinu, (2 í bíl)
- 33 m2 herbergi
- Veitingastaðir
- Tyrkneskt bað og nuddpottar
- Gott útsýni
Hótel La Finca
5 stjörnu hótel staðsett við golfvöllinn.
Á hótelinu eru samtals 120 herbergi. Herbergin eru mjög rúmgóð, 33m2, búin öllum helstu þægindum s.s. þráðlausri internettengingu, hitastýringu, flatsjónvarpi, öryggishólfi, sófa, skrifborðsaðstöðu og öll með góðum svölum.
Á hótelinu er heilsulind þar sem hægt er að slaka á eftir golfið.
Innifalið í öllum ferðum er morgunverður.
Hádegisverð er hægt að snæða í klúbbhúsinu.
Heimasíða Hotel La FincaHerbergi og aðstaða:
Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.
La finca golfvöllurinn
18 holu golfvöllur
Þessi völlur er með breiðum brautum og fallegum flötum. Sannarlega einn besti golfvöllur Spánar að mati margra og er völlurinn vinsæll hjá mörgum Íslendingum. Mjög gott æfingasvæði.
Flatirnar á La Finca eru gjörólíkar hver annarri, mismunandi lögun, sumar þeirra eru þekktar fyrir sína lögun s.s. 7. holan sem er ferningslaga og á holu 14 er flötin kringlótt og djúp, sem minnir á lögun kínverskrar wok pönnu.
La Finca golfvöllurinn hefur verið vettvangur nokkurra virtra móta frá opnun hans, svo sem: Evrópumeistaramót unglinga, spænska unglingameistaramótið og úrslitakeppni Audi Class og Audi Quattro fyrir áhugakylfinga.
Golfbíll er innifalinn með golfinu á La Finca
Golfvöllur og klúbbhús:
Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.
VOR 2025
Best að snúa símanum á hlið til að sjá alla töfluna.
DAGSETNING | FLUG ÚT | FLUG HEIM | FÆÐI | TVÍBÝLI | EINBÝLI | BÓKA |
---|---|---|---|---|---|---|
13.04 - 21.04 | 10:00 / 16:35 | 17:35 / 20:20 | Morgunverður | 309.900 kr. | 365.900 kr. | BÓKA NÚNA |
8 nætur / 7 golfdagar | PLAY OG600 | PLAY OG601 | ||||
22.04 - 29.04 | 10:00 / 16:35 | 17:35 / 20:20 | Morgunverður | 289.900 kr. | 337.900 kr. | BÓKA NÚNA |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG600 | PLAY OG601 | ||||
29.04 - 06.05 | 10:00 / 16:35 | 17:35 / 20:20 | Morgunverður | 289.900 kr. | 337.900 kr. | BÓKA NÚNA |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG600 | PLAY OG601 | ||||
- Beint flug til og frá Alicante með PLAY.
- Ferðataska 20 kg og golfsett 23 kg.
- Gisting með morgunverði.
- 18 holur á dag með golfbíl en ekki ferðadaga.
- Akstur til og frá Alicante flugvelli.
- Íslensk fararstjórn.
Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.