Í boði eru tvær golfskólaferðir haustið 2020:

Fyrri ferðin 18. – 27. október er níu nátta ferð með sex kennsludögum og tveimur frjálsum. Seinni ferðin 27. október – 3. nóvember: sjö nátta ferð með fimm kennsludögum og einum frjálsum degi.

Kennslan fer fram á morgnana og er skólinn jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Farið er yfir öll helstu undirstöðuatriði golfsins samhliða því að kennslan sé einstaklingsmiðuð. Kennslan fer fram á æfingasvæðinu sem er staðsett við klúbbhúsið. Megnið af árinu er slegið af grasi í stað motta.

Á frjálsum dögum og eftir kennslu alla daga býðst nemendum að  leika golf á Poniente.

Hámarksfjöldi nemenda í hvorri ferð eru 16.

 • Kennarar golfskólans eru Ingibergur Jóhannsson og Björn Kr. Björnsson, báðir menntaðir PGA golfkennarar.

Villaitana: Tveir golvellir hannaðir af Jack Nicklaus

Golfvellirnir sem eru hannaðir af Jack Nicklaus eru 2, LEVANTE par 72 og PONIENTE par 62. Levante völlurinn svipar til links vallar að sumu leyti, mikil af glompum en þó ekki þykka grasið sem víða er á links völlunum. Poniente er blanda af par 3 og 4 brautum og virkilega vel heppnaður. Liggur í dal sem gefur brautunum mikið landslag og reynir á leikskipulag ef á að skora hann vel þrátt fyrir að vera ekki mjög langur.

 • Hótelið er staðsett við golfvellina.
 • Val um ólíka veitingastaði á hóteli
 • Örstutt niður á Benidorm með baðströndum, veitingastöðum, verslunum og fjörugu næturlífi.
 • 40 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.

LEVANTE par 72

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

PONIENTE par 62

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Villaitana Melia hótelið

Hótelið er staðsett við golfvöllinn

Villaitana þekkja margir íslenskir kylfingar sem hafa leikið golf á Alicante svæðinu. Upphaflega sem Real de Faula og undanfarin ár sem Villaitana. Melia hótelkeðjan rekur hótelið sem er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl. Herbergin eru rúmgóð með svölum eða verönd og öllum helstu þægindum. Á hótelinu er úrval veitingastaða auk þess að úrval veitingastaða á Benidorm er mikið.

Örstutt í Benidorm

Frá Villaitana er örstutt niður á Benidorm með baðströndum, veitingastöðum, verslunum og fjörugu næturlífi.

Val um kvöldmáltíð

Í uppsettum ferðum er einungis morgunmatur innifalinn. Reynslan er að flestir okkar farþega kjósa að nýta sér að það eru fleiri en einn veitingastaður á hótelinu auk þess að það er örstutt að skreppa niður á Benidorm þar sem er að finna mjög mikið úrval veitingastaða. Ef það er áhugi á að hafa kvöldverðinn innifalinn í verðinu þá kostar dagurinn 2.800 kr. á mann.

Heimasíða Meliá Villaitana

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Villaitana - Verðlisti
Dagsetning Flug út Flug heimFæðiTvíbýliEinbýli
Kjósi farþegar að sjá sjálfir um flugið getum við selt landpakkann, þ.e. hótel og golf.
Innifalið í verði ferðar
 • Beint flug til og frá Alicante.
 • Flugvallarskattar.
 • Íslensk fararstjórn
 • Ferðataska 20 kg, golfsett 20 kg, handfarangur 56x45x25 cm 12 kg auk minni handfarangurs 42x32x25 cm 10 kg.
 • Gisting með morgunverði.
 • Akstur til og frá Alicante flugvelli (á ekki við um sérbókanir sem eru á öðrum tímum en okkar uppsettu ferðir)
 • Ótakmarkað golf.
 • Golfbíll kostar 30€ á hring, (15€ á mann ef tveir deila bíl). Kerran kostar 6€. Ef seinni hringur dagsins er á Poniente þá er golfbíll innifalinn á þeim hring.
 • Golf á ferðadögum er ekki innifalið, nema annað sé tekið fram.
Skoða Verðlista allra ferða / Panta ferð

Benidorm

Benidorm hefur verið einn vinsælasti ferðamannastaður á Spáni frá 1922 þegar höfnin var stækkuð og fyrstu hótelin byggð. Það má svo segja að það hafi orðið sprenging í ferðamannaiðnaðinum eftir 1950 þegar Benidorm varð vinsæll hjá innfæddum og þá sérstaklega Madridarbúum. Í dag er Benidorm þekkt fyrir ferðamannaiðnaðinn, strandlíf og háhýsi og má segja að fólk flykkist til Benidorm til að njóta strandlífsins.

Meðalhitastig á svæðinu mælist 24 gráður yfir árið. Yfir vetrarmánuði er sjaldgæft að hiti fari niður fyrir fimmtán gráður en sumrin eru mjög heit og er meðalhiti þá 33 gráður.

Mikið er af litlum verslunum í miðænum og má þar meðal annars finna eina bestu Polo skyrtubúð Spánar. Best er að rölta um göturnar skoða úrvalið.

Benidorm er ekki stór og að strandsvæðinu og gamla bænum frátöldu eru fyrst og fremst íbúðabyggingar og hótel. Einfaldast er að taka leigubíl frá hótelinu í gamla miðbæinn og þar er hægt að komast allra sinna ferða fótgangandi.

Mikið úrval veitingastaða er í borginni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gott ráð er að spyrja starfsfólk hótelana varðandi hvaða staðir eru að fá bestu dóma hverju sinni. Einnig má skoða Tripadvisor og sjá hverju þeir mæla með.

Aðalstaðurinn fyrir næturlífið er “the strip of Levante Beach Boulevard“ sem liggur meðfram ströndinn, torgið hjá Avenida Mallorca, gamli bærinn Benidorm og svo eru stórir skemmtistaðir á aðalgötunni rétt utan við Benidorm sem liggur í áttina að Valencia.