Golfskólar haust 2025
Golfskólar Golfskálans haustið 2025 verða á Hacienda del Álamo.
Hacienda del Álamo er frábær valkostur til að æfa golfleikinn, æfingasvæðið er virkilega gott og þar er meðal annars að finna 6 holu æfingavöll sem við nýtum okkur í kennslunni. Til marks um gæði svæðsins til æfinga þá hefur Golfsamband Íslands gert samning við Hacienda um aðstöðu fyrir íslenska afrekskylfinga.
Á Hacienda del Álamo er gott 4* hótel og í göngufæri er verslun og veitingastaðir.
Golfskólar Golfskálans
Skólar fyrir alla, byrjendur, miðstig sem lengra komna.
Golfskálinn hefur boðið upp á sér skóla fyrir lengra komna undanfarin ár og hafa viðtökur verið virkilega góðar. Margir sem eru komnir með þokkalegan grunn en vantað að komast á næsta stig og svo þeir sem eiga maka eða vin sem er að byrja í golfi en langar ekki í skóla fyrir byrjendur.
Nú höfum við þróað skólana okkar í þrjú stig, grunnskóli (40-54 forgjöf) tækniskóli (20-40 forgjöf) og framhaldsskóli (undir 20 forgjöf). Höfum samt í huga að forgjöfin segir ekki allt og við leitumst við að finna öllum nemendum rétt stig við upphaf hvers skóla.
Námskrá hvers stigs fyrir sig tekur mið af stöðu nemenda og er því ólík á milli skólastiga. Grunnskólinn kennir fyrstu skrefin, Tækniskólinn er næsta skref þar sem við lærum betur tæknina til að framkvæma góð golfhögg. Framhaldsskólinn er hugsaður fyrir þá sem hafa ágætis grunn og tækni og fer því dýpra í aðra þætti leiksins. Ef þú ert ekki viss hvaða skóli hentar þér þá finnum við út úr því með þér þegar út er komið enda er markmið skólans að skila ánægðum betri kylfingum.
Í framhaldi af bókun í golfskóla höfum við samband og skráum á skólastig í samræmi við óskir nemenda.
Kennslan fer fram á morgnana og eftir hádegishlé eigum við frátekna rástíma fyrir þá sem vilja fara út að spila. Alla daga utan ferðadaga eiga nemendur golfskólans frátekna rástíma til að leika golf.
Í kennarateymi golfskólans eru menntaðir PGA golfkennarar og PGA kennaranemar auk þess að afreks/atvinnukylfingar eru stundum til aðstoðar. Fjöldi kennara fer eftir fjölda nemenda og því ekki víst að allir í teymi skólans sé við kennslu í öllum ferðum.
- Gott 4* hótel
- Kennsla á morgnana
- Golf eftir hádegi, allt eftir áhuga hvers og eins
- Reyndir kennarar
- Verslun og veitingastaðir í göngufæri

Í kennarateymi Golfskálans eru:
- Derrick Moore PGA golfkennari
- Hallsteinn Traustason PGA golfkennari
- Ingibergur Jóhannsson PGA golfkennari
- Adam Ingibergsson PGA golfkennaranemi
- Berglind Björnsdóttir PGA golfkennaranemi
- Þorsteinn Hallgrímsson Reynslubolti með meiru
Hacienda del álamo

Mjög gott 4 stjörnu hótel
Hótelið er þyrping af smáhýsum, flest 2 hæða.
Einbýli er Standart Double Room.
Tvíbýli er Deluxe Double Room með ýmist svölum eða verönd.
Öll herbergin eru með walk in sturtu auk baðkars.
Klúbbhúsið er staðsett við hliðina á hótelinu og æfingasvæðið þar rétt hjá.
Í c.a. 5 mín göngufæri frá hótelinu eru veitingastaðir og lítil verslun.
- Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður.
- Hacienda státar af virkilega góðu æfingasvæði með 6 holu æfingavelli.
- Golfvöllurinn er byggður á sléttlendi og því auðveldur til göngu en klúbburinn býður jafnframt upp á leigu á golfbílum
- Örstutt frá hótelinu er verslun með helstu nauðsynjum auk veitingastaða til að brjóta upp veruna í kvöldmatnum á hótelinu.
Herbergi og aðstaða:
Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.
Hacienda del Álamo golfvöllurinn

Hacienda golfvöllurinn.
Þrátt fyrir að Haceinda del Álamo sé hannaður sem keppnisvöllur þá hentar hann öllum kylfingum.
Brautir eru nokkuð breiðar og ekki mikið um að kylfingar séu að týna kúlum.
Þrátt fyrir að vera byggður á flatlendi þá er landslag í vellinum en hann er jafnframt auðveldur að ganga fyrir þá sem það kjósa.
Æfingasvæðið er með því betra sem gerist, lengri höggin slegin af grasi og stórar pútt og vippflatir auk glompu til að æfa höggin úr sandinum.
Á æfingasvæðinu er jafnframt 6 holu æfingavöllur sem við nýtum okkur í skólanum.
Klúbbhúsið er glæsilegt með góðri veitingaaðstöðu og golfverslun.
Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Hacienda del Álamo mjög vel til þess. Engar stórar brekkur er að fara þrátt fyrir að það sé landslag í vellinum.
Æfingasvæðið er með því betra sem gerist og hentar því ákaflega vel fyrir golfskólann.
Heimasíða Hacienda del ÁlamoGolfvöllurinn:
Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.
Haust 2025
Best að snúa símanum á hlið til að sjá alla töfluna.
DAGSETNING | FLUG ÚT | FLUG HEIM | FÆÐI | TVÍBÝLI | EINBÝLI | BÓKA |
---|---|---|---|---|---|---|
27.09 - 04.10 | 15:30 / 22:05 | 23:05 / 01:50 | Morgun og kvöldverður | 269.900 k. | 309.900 kr. | BÓKA NÚNA |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG604 | PLAY OG605 | ||||
04.10 - 11.10 | 15:30 / 22:05 | 23:05 / 01:50 | Morgun og kvöldverður | UPPSELT | UPPSELT | UPPSELT |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG604 | PLAY OG605 | ||||
11.10 - 18.10 | 15:30 / 22:05 | 23:05 / 01:50 | Morgun og kvöldverður | 279.900 kr. | 319.900 kr. | BÓKA NÚNA |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG604 | PLAY OG605 | ||||
18.10 - 25.10 | 15:30 / 22:05 | 23:05 / 01:50 | Morgun og kvöldverður | 279.900 kr. | 319.900 kr. | BÓKA NÚNA |
7 nætur / 6 golfdag. | PLAY OG604 | PLAY OG605 | ||||
- Beint flug.
- Flugvallarskattar.
- Íslensk fararstjórn.
- Farangur: ferðataska 15 kg, golfsett 18 kg og handfarangur 8 kg, ATH minni handfarangurinn, málin eru 56x45x25cm.
- Gisting með morgunverði og kvöldverði.
- Akstur milli flugvallar og hótels.
- Kennsla fyrir hádegi og golf eftir hádegi.
- Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við Golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
Verð í betri sæti 9.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og er miðjusætið ekki setið þannig að vel rúmt er um farþega.
Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.