Alicante Golf er hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros

Völlurinn er skemmtilega uppsettur með jafnmörgum par 3, 4 og 5 holum sem gerir völlinn sérlega skemmtilegan og fjölbreytilegan. Golfbílar eru innifaldir fyrstu 18 holur hvers dags. Aðstaða til æfinga er mjög góð. Púttflöt, vipp aðstaða, glompur og flesta daga ársins slegið af grasi á æfingasvæðinu. Alla morgna eru golfbílar fráteknir og tilbúnir fyrir okkar farþega í bílakjallara hótelsins sem eykur þægindin enn frekar.

 • Hótelið er staðsett við golfvöllinn.
 • 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
 • 10 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante
 • Baðströnd í göngufæri.
 • Stutt er í matvörumarkað, apótek o.fl.

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Hótel Alicante Golf

Hótelið er staðsett við golfvöllinn

Öll herbergin eru með svölum nema á jarðhæð með verönd, öryggishólfi og sjónvarpi. Á jarðhæð hótelsins er heilsulind með þurrgufu, (sauna), blautgufu, (steambath), og innisundlaug með nuddstútum. Aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo sundlaug með aðstöðu til slökunar í sólinni.

Stutt í „allt“

Hótelið og völlurinn eru í aðeins 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 10 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante og baðströndin í San Juan er í göngufæri við hótelið. Stutt er í matvörumarkað, apótek o.fl.

Val um kvöldmáltíð

Okkar farþegar geta valið um það hvort þeir kaupa morgunmat eða bæta kvöldmatnum við. Þeir sem kjósa að hafa ekki kvöldmat inni í pakkanum geta valið um ýmsa veitingastaði í næsta nágrenni við hótelið eða skroppið niður í miðbæ þar sem mjög mikið úrval er af veitingahúsum.

Heimasíða Hotel Alicante Golf

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Almennar ferðir - Verðlisti
Dagsetning Flug út Flug heimFæðiTvíbýliEinbýli
27.03 – 06.04 (10 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur209.900 kr.239.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.229.900 kr.258.900 kr.UPPSELT
27.03 – 08.04 (12 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur249.900 kr.284.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.273.900 kr.309.900 kr.UPPSELT
28.03 – 08.04 (11 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur234.900 kr.267.900 kr.BÓKA FERÐ
Morgun- og kvöldm.259.900 kr.288.900 kr.BÓKA FERÐ
06.04 – 15.04 (9 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur199.900 kr.229.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.219.900 kr.246.900 kr.UPPSELT
13.04 – 20.04 (7 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur174.900 kr.194.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.189.900 kr.209.900 kr.UPPSELT
20.04 – 29.04 (9 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur199.900 kr.229.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.219.900 kr.246.900 kr.UPPSELT
Kjósi farþegar að sjá sjálfir um flugið getum við selt landpakkann, þ.e. hótel og golf. Einnig bjóðum við upp á að stytta eða lengja ferðir því við erum bæði að bóka flug með Primera og WOW.
Golfskóli - Verðlisti
Við bjóðum upp á Golfskóla á Alicante Golf bæði vor og haust. Golfskólinn er bæði hugsaður fyrir byrjendur og lengra komna. Þeir eru ófáir kylfingarnir í dag sem byrjuðu í golfi með því að fara i golfskóla á Spáni.

Venjulega er boðið upp á 6 daga skóla og hefst kennslan morguninn eftir komu.

Kennslan fer fram fyrir hádegi á æfingasvæðinu á Alicante Golf. Í skólanum er farið yfir undirstöðuatriði golfsveiflunnar, sandgryfja, vipp og pútt. Einnig er farið yfir leikskipulag, siða-og umgengnisreglur, leikhraða og forgjafakerfið.

Eftir hádegi er svo val um að spila golf. Okkar reglur eru að ekki séu fleiri en 6-8 nemendur per kennara svo allir nemendurnir fái nú þá athygli og aðstoð sem þeir þurfa. Skólastjóri Golfskólans er Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari.

Golfskóli 28.03 – 08.04:

Kennslan er í 6 daga, 29.03, 30.03, 01.04, 02.04, 04.04, 05.04.
Hina dagana eru teknir frá rástímar fyrir nemendur til að leika almennt golf, fyrir þá sem vilja.

Golfskóli 06.04 – 15.04:

Kennslan er í 6 daga, 07.04, 08.04, 10.04, 11.04, 13.04, 14.04.
Hina dagana eru teknir frá rástímar fyrir nemendur til að leika almennt golf, fyrir þá sem vilja.

Dagsetning Flug út Flug heimFæðiTvíbýliEinbýli
28.03 – 08.04 (11 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur274.900 kr.307.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.299.900 kr.328.900 kr.UPPSELT
06.04 – 15.04 (9 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur229.900 kr.259.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.249.900 kr.276.900 kr.UPPSELT
Kjósi farþegar að sjá sjálfir um flugið getum við selt landpakkann, þ.e. hótel og golf. Einnig bjóðum við upp á að stytta eða lengja ferðir því við erum bæði að bóka flug með Primera og WOW.
Golfferðir fyrir heldri kylfinga (65+) – Verðlisti
Við bjóðum upp á hinar sívinsælu golfferðir fyrir heldri kylfinga. Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en lang flestir farþegarnir eru 65+ ára.

Það er kannski aðeins rólegra “tempó” í þessum ferðum og flestir kjósa að vera í 12-14 daga. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem afslöppun og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli, (sem kemur þá til lækkunar á verði ferðarinnar).

Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf nýtur svona mikilla vinsælda meðal heldri kylfinganna. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stuttur akstur frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir og apótek á torginu við hliðina á hótelinu og verslanir í göngufæri.

Dagsetning Flug út Flug heimFæðiTvíbýliEinbýli
29.04 – 11.05 (12 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur259.900 kr.294.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.283.900 kr.319.900 kr.UPPSELT
29.04 – 15.05 (16 nætur)08:15 / 14:5015:50 / 18:35Morgunmatur309.900 kr.356.900 kr.UPPSELT
Morgun- og kvöldm.339.900 kr.389.900 kr.UPPSELT
Kjósi farþegar að sjá sjálfir um flugið getum við selt landpakkann, þ.e. hótel og golf. Einnig bjóðum við upp á að stytta eða lengja ferðir því við erum bæði að bóka flug með Primera og WOW.
Alicante Golf - Vetur - Verðlisti

Taflan sýnir nokkur verðdæmi þar sem miðað er við tvíbýli og morgunmat. Það er einnig hægt að bóka einbýli, bæta við kvöldmat og fækka eða fjölga golfdögum. Flogið er á fimmtudögum og sunnudögum yfir allt tímabilið frá 8. febrúar til 18. mars.

Lengd ferðar Flug út Flug heimFæðiTvíbýli
3 nætur (3 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur79.900 kr.
4 nætur (4 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur94.900 kr.
7 nætur (6 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur133.900 kr.
7 nætur (7 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur139.900 kr.
10 nætur (8 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur169.900 kr.
10 nætur (10 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur179.900 kr.
14 nætur (10 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur199.900 kr.
14 nætur (13 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur218.900 kr.
21 nætur (14 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur259.900 kr.
21 nætur (20 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur294.900 kr.
28 nætur (18 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur309.900 kr.
28 nætur (27 golfdagar)09:00 / 14:4515:30 / 19:35Morgunmatur364.900 kr.

Til að bóka eða fá nánari upplýsingar hafið samband við okkur í okkur í síma 578 0120 eða með tölvupóst á travel@golfskalinn.is

Innifalið í verði ferðar
 • Beint leiguflug með Primera Air til og frá Alicante
 • Flugvallarskattar
 • Handfarangur 10 kg. ferðataska 20 kg. og golfsett 15 kg.
 • Gisting með morgunverði (og kvöldverði fyrir þá sem það kjósa)
 • Akstur til og frá Alicante flugvelli (á ekki við um sérbókanir sem eru á öðrum tímum en okkar uppsettu ferðir)
 • 18 holur pr. dag, €25 greiðast fyrir aukahring og þá er bíll innifalinn.
 • Golfbíll fyrstu 18 holurnar hvern golfdag
 • Golfskólinn fyrir þá sem kaupa hann með
 • ATH. Golf á komu og brottfarardegi er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
 • Íslensk fararstjórn. Í vetrarferðum er lágmark 16 farþegar í ferð.
Spil á öðrum völlum

Farþegum býðst að spila aðra velli í sömu ferð. Margir vilja breyta til að taka 1-2 daga á öðrum völlum í nágrenninu. Þeir vellir sem við erum með samninga við eru Alicante Golf, Bonalba, Alenda og Font del Llop. Það þarf að bóka golf á öðrum völlum með minnst 4 daga fyrirvara. Ferðir milli golfvalla eru á kostnað farþega.

Skoða Verðlista / Panta ferð

Alicante

Alicante borg í Valensíu á Spáni er mörgum íslendingum kunn. Reglulegar flugsamgöngur milli Íslands og Alicante hafa verið mörg undanfarin ár sem hefur gert Alicante einn helsta flugáfangastað íslendinga á Spáni.

Alicante er falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða og við mælum eindregið með því að okkar farþegar á Alicante svæðinu heimsæki borgina. Rölti um gamla bæinn, kíki í verslanir og prófi einhverja af fjölda frábærra veitingastaða. Helsta kennileyti borgarinnar er Santa Barbara kastalinn sem gnæfir yfir borginni. Hægt er að taka lyftu upp í kastalann frá ströndinni og ganga svo niður virkisvegginn niður í gamla bæinn og enda niður við smábátahöfnina.

Meðalhitastig í Alicante mælist 24 gráður yfir árið. Yfir vetrarmánuði er sjaldgæft að hiti fari niður fyrir fimmtán gráður en sumrin eru mjög heit og er meðalhiti þá 33 gráður.

Strætisvagnar ganga reglulega um Alicante borg en borgin er í sjálfu sér ekki ýkja stór í sniðum. Dvöl þar og reglulegar léttar gönguferðir í tvo, þrjá daga ættu að duga til að skoða allt það markverðasta sem borgin hefur upp á að bjóða.

Sé vilji eða þörf til að skoða borgina í þaula er ráð að grípa næsta vagn. Subus Tam heitir strætisvagnafyrirtæki borgarinnar og einar sextán mismunandi leiðir í boði innan borgarmarkanna og nokkrir fara til nágrannaborga og bæja. Getur það verið fínasta skemmtun einn daginn að taka vagn í næsta sveitabæ til fjalla ef sá gállinn er á fólki. Miðaverð í strætó innan borgarmarkanna kostar Stakur miði í strætisvagn innan borgarinnar kostar 200 krónur.

Þá er hér alveg ágætt léttlestakerfi, Tram Metropolitano de Alicante, en þar eru einar fimm leiðir í boði. Leiðakort hér.

Fínlistasafnið (Museo Bellas Artes Gravina).

Fornleifasafnið (Museo Arqueológico Provincial de Alicante).

Asegurada safnið (Casa de la Asegurada).

Santa Bárbara kastalinn (Castillo de Santa Bárbara). Í kastalanum er safn tileinkað höggmyndalistamanninum Eduardo Capa.

Kirkja heilagrar Maríu (La Basilica de Santa María). Plaza de Santa Maria torg.

Vatnssafnið (Museo de Aguas de Alicante) – Hvaðan fá borgarbúar vatnið má sjá á þessu safni. Plaza Arquitecto Miguel Lopez.

Ráðhúsið (Ayuntamiento).

Mikið úrval veitingastaða er í borginni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gott ráð er að spyrja starfsfólk hótelana varðandi hvaða staðir eru að fá bestu dóma hverju sinni. Einnig má skoða Tripadvisor og sjá hverju þeir mæla með.

El Barrio, elsta hverfi borgarinnar, er vinsælast meðal ferðamanna. Fjöldi verslana finnst við Römblu Alicante, La Rambla, og í götum út frá henni. Auk stórverslunar El Corte Inglés eru hér tvær aðrar slíkar miðstöðvar, Plaza Mar 2 og Gran Vía, þar sem finna má fjölda verslana undir sama þaki. Sú síðastnefnda finnst í norðausturhluta borgarinnar við samnefnda götu.

Markaðir eru hér reglulega en sá frægasti þeirra, Esplanada de España, er aðeins haldinn í miðborginni við sjávarsíðuna og jafnan aðeins yfir sumartímann meðan fjöldi ferðamanna er nægur. Ágætt úrval ýmissa vara en verðin taka mið af áhuga ferðamanna og erfitt að gera sannarlega góð kaup. Þá er fínt úrval í Miðbæjarmarkaðnum, Mercado Central, þar sem sælkerar finna góðgæti á tveimur hæðum.