Alicante borg í Valensíu á Spáni er mörgum íslendingum kunn. Reglulegar flugsamgöngur milli Íslands og Alicante hafa verið í áratugi sem hefur gert Alicante einn helsta flugáfangastað íslendinga á Spáni.
Alicante er falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða og við mælum eindregið með því að okkar farþegar á Alicante svæðinu heimsæki borgina. Rölti um gamla bæinn, kíki í verslanir og prófi einhverja af fjölda frábærra veitingastaða. Helsta kennileyti borgarinnar er Santa Barbara kastalinn sem gnæfir yfir borginni. Hægt er að taka lyftu upp í kastalann frá ströndinni og ganga svo niður virkisvegginn niður í gamla bæinn og enda niður við smábátahöfnina.