BONALBA – FRÁBÆR VALKOSTUR Á ALICANTE SVÆÐINU

Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Við golfvöllinn er gott 4ra stjörnu hótel sem farþegar okkar gista á. Herbergin eru öll búinn helstu þægindum til að gera fríið sem best.

Í ferðunum til Bonalba er fjölþætt val um hvað er innifalið með gistingunni. Eingöngu morgunmat eða morgun og kvöldmat og svo er val um drykki með kvöldverð eða úrval innlendra drykkja frá kl. 17:00 – 23:00.

Bonalba er vel staðsett og í boði er að spila á vinavöllum okkar Font Del Lloop eða Alenda fyrir aðeins 35€ aukalega og þá er golfbíll innifalinn.

 • Hótelið er staðsett við golfvöllinn.
 • 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum
 • 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante
 • 10 mínútna fjarlægð frá strönd.
 • Stór sundlaugargarður
 • Vinavellir

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri og flettu svo með örvatökkunum.

Bonalba golfvöllurinn, par 72, gulir teigar: 6.096 m, rauðir teigar: 5.329 m, liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis Bonalba hótelið. Þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum þá er hann alls ekki erfiður að ganga. Flatirnar eru nokkuð stórar eins og gerist og gengur á flestum spænskum völlum og þrátt fyrir að það sé ekki mikið landslag í flötunum þá getur verið kúnst að lesa þær rétt. Við klúbbhúsið eru góðar púttflatir til að hita upp aðalkylfuna fyrir leikinn, einnig er hægt að slá í net við hliðina á fyrsta teig.

Farþegum Golfskálans býðst að leika einstaka daga á Alenda eða Font Del Llop, 30 mínútna fjarlægð frá Bonalba. Ef áhugi er á því best að láta vita fyrir brottför svo hægt sé að afpanta golfið á Bonalba og kanna með rástíma.

Verð er 35 evrur á mann fyrir utan aksturinn á milli.

Hótel Bonalba ****

Öll herbergin eru með svölum, öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Á jarðhæð hótelsins er veitingastaður, sportbar, heilsulind með þurrgufu, (sauna), blautgufu, (steambath), og innisundlaug með nuddstútum. Aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni.

Góð staðsetning

Hótelið og völlurinn eru í aðeins 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante.

Heimasíða Hótel Bonalba

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri og flettu svo með örvatökkunum.

Verðlisti
DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
02.04 - 09.0408:50/15:1016:10/18:40Morgunverður185.900 kr.209.900 kr.UPPSELT
7 nætur / 6 golfd.IcelandairIcelandairMorgun og kvöldv.199.900 kr.229.900 kr.
Mv. og kvöldv. m/drykkjum207.900 kr.237.900 kr.
Mv. og kvöldv. dr 17-23.00232.900 kr.262.900 kr.
09.04 - 19.0408:50/15:1016:10/18:40Morgunverður244.900 kr.279.900 kr.UPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandairMorgun og kvöldv.269.900 kr.309.900 kr.
Mv. og kvöldv. m/drykkjum278.900 kr.319.900 kr.
Mv. og kvöldv. dr 17-23.00314.900 kr.354.900 kr.
24.04 - 05.05
08:50/15:1016:10/18:40Morgunverður245.900 kr.284.900 kr.UPPSELT
11 nætur / 10 golfd.IcelandairIcelandairMorgun og kvöldv.271.900 kr.315.900 kr.
Mv. og kvöldv. m/drykkjum282.900 kr.325.900 kr.
Mv. og kvöldv. dr 17-23.00321.900 kr.365.900 kr.

Með drykkjum með kvöldverði er átt við vatn, gos, bjór af dælu og hús vín.
Með öllum drykkjum frá 17:00-23:00 er átt við úrval innlendra drykkja af barnum.

Innifalið
 • Beint leiguflug með Icelandair
 • Flugvallarskattar
 • Íslensk fararstjórn
 • Handfarangur 10 kg. ferðataska 23 kg. og golfsett 15 kg.
 • Gisting með morgun og kvöldverð, kvöldverð með drykkjum* eða kvöldverð og úrval drykkja** frá kl. 17:00-23:00.
  * Með drykkjum með kvöldverði er átt við vatn, gos, bjór af dælu og hús vín.
  ** Með öllum drykkjum frá 17:00-23:00 er átt við úrval innlendra drykkja af barnum.
 • Akstur til og frá Alicante flugvelli.
 • Ótakmarkað golf, (háð því að það sé lausir rástímar).
 • Handkerra er innifalin. Rafmagnskerra kostar 9 evrur fyrir 18 holur.
 • Golfbíll kostar 28€ fyrir 18 holur, (14€ á mann ef tveir deila bíl). Betra er að bóka golfbíl fyrir ferð.
 • ATH. Golf á komu og brottfarardegi er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
Spil á öðrum völlum

Farþegum býðst að spila aðra velli í sömu ferð. Margir vilja breyta til að taka 1-2 daga á öðrum völlum í nágrenninu. Vinavellir okkar eru Alenda og Font del Llop. Það er best að bóka golf á öðrum völlum vel fyrir brottför eða með minnst 7 daga fyrirvara, þá er aukakostnaður aðeins 35€ og golfbíll innifalinn. Ferðir milli golfvalla eru á kostnað farþega.

Rástímar

Rástímar eru fráteknir milli kl. 10-12 alla daga.

þeir sem vilja fara fyrr út eiga kost á að byrja á milli 08.00 og 10.00 á tíunda teig.

Skoða verðlista allra ferða / Panta ferð

Vinavellir

Font Del Llop

Amerísk hönnun, skoskt landslag. Völlurinn er hannaður af Blake Stirling og Marco Martín. Völlurinn er í dal, vatn og lítil á tengir fimm tjarnir og gerir allt umhverfi einstaklega notalegt og friðsælt. Font Del Llop er 18 holur, 6.313 metrar, gott æfingasvæði og klúbbhús.

Alenda

Alenda golfvöllurinn er hannaður af Roland Favrat með fullri virðingu fyrir upprunalegu landslagi og náttúrulegum gróðri. Alenda er 18 holur, par 72 og 6.257 metrar að lengd, þar er einnig gott æfingasvæði og klúbbhús.

Alicante

Alicante borg í Valensíu á Spáni er mörgum íslendingum kunn. Reglulegar flugsamgöngur milli Íslands og Alicante hafa verið í áratugi sem hefur gert Alicante einn helsta flugáfangastað íslendinga á Spáni. 

Alicante er falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða og við mælum eindregið með því að okkar farþegar á Alicante svæðinu heimsæki borgina. Rölti um gamla bæinn, kíki í verslanir og prófi einhverja af fjölda frábærra veitingastaða. Helsta kennileyti borgarinnar er Santa Barbara kastalinn sem gnæfir yfir borginni. Hægt er að taka lyftu upp í kastalann frá ströndinni og ganga svo niður virkisvegginn niður í gamla bæinn og enda niður við smábátahöfnina.

Meðalhitastig í Alicante mælist 24 gráður yfir árið. Yfir vetrarmánuði er sjaldgæft að hiti fari niður fyrir fimmtán gráður en sumrin eru mjög heit og er meðalhiti þá 33 gráður.

Strætisvagnar ganga reglulega um Alicante borg en borgin er í sjálfu sér ekki ýkja stór í sniðum. Dvöl þar og reglulegar léttar gönguferðir í tvo, þrjá daga ættu að duga til að skoða allt það markverðasta sem borgin hefur upp á að bjóða.

Sé vilji eða þörf til að skoða borgina í þaula er ráð að grípa næsta vagn. Subus Tam heitir strætisvagnafyrirtæki borgarinnar og einar sextán mismunandi leiðir í boði innan borgarmarkanna og nokkrir fara til nágrannaborga og bæja. Getur það verið fínasta skemmtun einn daginn að taka vagn í næsta sveitabæ til fjalla ef sá gállinn er á fólki. Miðaverð í strætó innan borgarmarkanna kostar u.þ.b.200 krónur.

Þá er hér alveg ágætt léttlestakerfi, Tram Metropolitano de Alicante, en þar eru einar fimm leiðir í boði. Leiðakort hér.

Fínlistasafnið (Museo Bellas Artes Gravina).

Fornleifasafnið (Museo Arqueológico Provincial de Alicante).

Asegurada safnið (Casa de la Asegurada).

Santa Bárbara kastalinn (Castillo de Santa Bárbara). Í kastalanum er safn tileinkað höggmyndalistamanninum Eduardo Capa.

Kirkja heilagrar Maríu (La Basilica de Santa María). Plaza de Santa Maria torg.

Vatnssafnið (Museo de Aguas de Alicante) – Hvaðan fá borgarbúar vatnið má sjá á þessu safni. Plaza Arquitecto Miguel Lopez.

Ráðhúsið (Ayuntamiento).

Mikið úrval veitingastaða er í borginni og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Gott ráð er að spyrja starfsfólk hótelana varðandi hvaða staðir eru að fá bestu dóma hverju sinni. Einnig má skoða Tripadvisor og sjá hverju þeir mæla með.

El Barrio, elsta hverfi borgarinnar, er vinsælast meðal ferðamanna. Fjöldi verslana finnst við Römblu Alicante, La Rambla, og í götum út frá henni. Auk stórverslunar El Corte Inglés eru hér tvær aðrar slíkar miðstöðvar, Plaza Mar 2 og Gran Vía, þar sem finna má fjölda verslana undir sama þaki. Sú síðastnefnda finnst í norðausturhluta borgarinnar við samnefnda götu.

Markaðir eru hér reglulega en sá frægasti þeirra, Esplanada de España, er aðeins haldinn í miðborginni við sjávarsíðuna og jafnan aðeins yfir sumartímann meðan fjöldi ferðamanna er nægur. Ágætt úrval ýmissa vara en verðin taka mið af áhuga ferðamanna og erfitt að gera sannarlega góð kaup. Þá er fínt úrval í Miðbæjarmarkaðnum, Mercado Central, þar sem sælkerar finna góðgæti á tveimur hæðum, opið 07:00-14:00.