Alborán golf og barceló cabo de gata hótelið

Flogið með Icelandair í beinu leiguflugi til Almería og aðeins 10 mín frá flugvellinum finnum við Barceló Cabo de Gata hótelið. Gott  4ra stjörnu strandhótel og Alborán Golf sem er virkilega flottur golfvöllur með góðu æfingasvæði.

Frá hótelinu er aðeins 15 km inní miðbæ Almería.

  • 10 mín fjarlægð frá flugvellinum í Almeria.
  • Virkilega flottur 18 holu golfvöllur.
  • Stutt í miðbæ Almería borgarinnar.
  • Gott 4ra stjörnu strandhótel.

Hótel Barceló cabo de gata

Mjög gott 4 stjörnu hótel.

Barceló Cabo de Gata er 4ra stjörnu strandhótel staðsett við Playa del Retamar ströndina í Almería. Herbergin eru rúmgóð og búin þessum helstu þægindum sem við þekkjum á 4ra stjörnu hótelum. Baðherbergin með bæði baðkari og sér sturtu. Gert er ráð fyrir að allir okkar gestir séu með eftirmiðdagsólina á svalirnar. Á hótelinu er stór sundlaugargarður með 4 sundlaugum og góð heilsulind sem farþegar Golfskálans hafa aðgang að gegn vægu gjaldi.

Innifalið í öllum ferðum er morgun- og kvöldverður. Hótelið er staðsett í um 10-15 mín rölti frá klúbbhúsinu á Retamar ströndinni sem er rólegt hverfi í úthverfi Almería borgarinnar

Heimasíða Barceló Cabo de Gata

Herbergi og aðstaða:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Alborán golfvöllurinn

Alborán golfvöllurinn.

Alborán völlurinn er alvöru keppnisvöllur, par 72 og 6.278 metrar af öftustu teigum, rétt tæplega 6.000 metrar af gulum og 5.371 af rauðum. Þrátt fyrir að vera byggður á flatlendi þá er heilmikið landslag í vellinum en þó ekki þannig að hann sé ekki góður til að ganga. Það eru aðeins 2 vötn á vellinum en þau koma þó við sögu á 5 brautum.

Á vellinum er gott æfingasvæði, slegið af grasi og æfingaflatir fyrir stutta spilið. Kúbbhúsið lætur ekki mikið yfir sér en 2-3 tapas og drykkur með að loknum góðum golfhring svíkur engan. Klúbbhúsið er í um 10 mín göngufjarlægð frá hótelinu og hægt er að geyma golfsettið þar á meðan á dvöl stendur.

Fyrir þá sem velja að ganga golfið þá hentar Alborán Golf mjög vel til þess. Engar stórar brekkur er að fara þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum. Innifalið í verði ferða eru 3hjóla handkerrur en jafnframt er hægt að leigja golfbíl fyrir þá sem það kjósa.

Heimasíða Alborán Golf

Golfvöllurinn:

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Haust 2022

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIBÓKA NÚNA
08.10 - 18.1009:00/15:4016:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum
299.900 kr.UPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandairMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00327.900 kr.UPPSELT
18.10 - 29.1009:00/15:4016:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum319.900 kr.BÓKA NÚNA
11 nætur / 10 golfd.IcelandairIcelandairMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00350.700 kr.BÓKA NÚNA
2 sæti laus
29.10 - 08.1109:00/15:4015:40/19:35Mv. og kvöldv. m/drykkjum299.900 kr.UPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandairMv. og kvöldv og drykkir 17:00-23:00327.900 kr.UPPSELT
29.10 - 08.1109:00/15:4019:00/22:55Einbýli
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandair / MalagaMv. og kvöldv. m/drykkjum339.900 kr.UPPSELT

Golfskóli haust 2022

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
08.10 - 18.1009:00 /15:4016:40/19:35Morgun og kvöldmatur259.900 kr.289,900 krUPPSELT
10 nætur / 7 skólad.IcelandairIcelandair
9 golfdagar
18.10 - 29.1009:00/15:4016:40/19:35Morgun og kvöldmatur
276.900 kr.309.900 kr.
BÓKA NÚNA
11 nætur / 8 skólad.IcelandairIcelandair
10 golfdagar
29.10 - 08.1109:00/15:4015:40/19:35Morgun og kvöldmatur259.900 kr.289.900 kr.UPPSELT
10 nætur / 7 skólad.IcelandairIcelandair
9 golfdagar

Betri í golfi með Derrick Moore – Haust 2022

DAGSETNINGFLUG ÚTFLUG HEIMFÆÐITVÍBÝLIEINBÝLIBÓKA
08.10 - 18.1009:00 /15:4016:40/19:35Morgun og kvöldmatur249.900 kr.279,900 krUPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandair
18.10 - 29.1009:00/15:4016:40/19:35Morgun og kvöldmatur
266.900 kr.299.900 kr.
UPPSELT
11 nætur / 10 golfd.IcelandairIcelandair
29.10 - 08.1109:00/15:4015:40/19:35Morgun og kvöldmatur249.900 kr.279.900 kr.UPPSELT
10 nætur / 9 golfd.IcelandairIcelandair
  • Beint flug til og frá Almería með Icelandair. 
  • Flugvallarskattar.
  • Íslensk fararstjórn
  • Farangur: handfarangur, ferðataska og golfsett.
  • Gisting með morgunverði og kvöldverði.
  • Akstur milli flugvallar og hótels.
  • Ótakmarkað golf. ATH ekki hægt að panta seinni hring fyrirfram.
  • 3hjóla handkerra er innifalinn, golfbíll kostar 30 evrur per 18 holur.
  • Golf á komudegi er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram.
  • Aðgangur að heilsulind er 6 evrur fyrir 70 mínútur.
  • Ath. Ekki er mögulegt að innrita sig í flugið á vefnum þar sem um leiguflug er að ræða. Fyrir sætapantanir í almenn sæti og betri sæti er hægt að hafa samband við golfskálann í síma 578-0120 eða senda póst á travel(at)golfskalinn.is.
    Verð í betri sæti 14.900 kr., sæti við neyðarútgang 3.500 kr. og almennt sæti kr. 1.450 kr., hver leggur. Betri sæti eru fremst í vélinni og aðeins tvö sæti í röð (Business Class – ath. þó að ekki er um „Business Class“ þjónustu að ræða).
  • Ekki er hægt að nýta vildarpunkta Icelandair í þessar ferðir þar sem um er að ræða leiguflug með Icelandair.

Ef það er áhugi á að fara og leika aðra velli þá er best að ræða það við fararstjóra sem aðstoðar við að finna rástíma.

Næstu vellir eru Playa Serena, La Envia og Almerimar.

Skoða verðlista allra ferða / Panta ferð