fbpx

Við viljum fjölga í liði Golfskálans

Golfskálinn auglýsir eftir starfsfólki

Golfskálinn golfverslun auglýsir eftir starfsfólki til framtíðarstarfa. Við viljum fjölga í liðinu okkar og hvetjum því fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Umsækjendur þurfa að hafa ríka þjónustulund, reynslu af afgreiðslu og þjónustustörfum. Geta unnið sjálfstætt og í hóp. Áhugi og reynsla af golfíþróttinni er kostur.

Við leitum að fólki í eftirfarandi stöður, (hlutastarf kemur mögulega til greina).

Sölumaður í verslun. Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Öll almenn afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini í verslun
  • Útstillingar, áfyllingar og ásýnd í verslun
  • Vörumóttaka og samskipti við birgja
  • Önnur tilfallandi verkefni innan fyrirtækisins

Kylfumælingar og kylfuviðgerðir. Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kylfumælingar, með kylfumælingum er fundið út hvaða kylfur henta viðskiptavini best
  • Regluleg endurmenntun hvað varðar kylfur og kylfumælingar
  • Umsjón með búnaði og aðstöðu
  • Umsjón með skráningu og afgreiðslu pantana í framhaldi af mælingum
  • Almennar kylfuviðgerðir
  • Önnur tilfallandi verkefni innan fyrirtækisins

Ef þú telur þig passa vel í liðið okkar skaltu senda okkur skriflega umsókn ásamt ferilskrá á netfangið adam@golfskalinn.is . Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Adam Ingibergsson

adam@golfskalinn.is

Gsm. 770-2326

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link