fbpx

Áramótaferð Golfskálans á Villaitana

Áramótaferðirnar okkar hafa verið mjög vinsælar síðustu árin og við stefnum aftur til Spánar næstu áramót.

Villaitana þarf vart að kynna enda vinsælasti áfangastaður íslenskra kylfinga á Alicante svæðinu. Flott hótel og tveir glæsilegir golfvellir hannaðir af Jack Nicklaus. Örstutt niður á Benidorm með baðströndum, veitingastöðum, verslunum og fjörugu næturlífi.

Þetta er 9 nátta ferð með 9 golfdögum. Við förum út 27.desember og komum heim 5.janúar. Margir spyrja um veðrið á þessum árstíma og það má í raun segja að veðrið sé eins og bestu íslensku sumardagar. Síðustu áramót vorum við flesta daga að spila í 20+ gráðum, sem sag frábært golfverður.

Við hvetjum áhugasama til að bóka tímanlega því það er takmarkaður fjöldi sæta í boði.

Verð frá 284.900 kr. á mann í tvíbýli.

INNIFALIÐ:
Beint flug með Play til og frá Alicante
Ferðataska 20 kg, golfsett 20 kg, minni handfarangur (42x32x25 cm) 10 kg.
Íslensk fararstjórn
Ótakmarkað golf í 9 daga
Akstur milli flugvallar og hótels
Gisting á Melia Villaitana
Morgunmatur (einnig hægt að bæta við kvöldmat)
Galakvöldverður og áramótaskemmtun á gamlárskvöld, (hvort sem farþegar eru með kvöldmat innifalinn eða ekki)
Golfbíll er innifalinn á Poniente vellinum en kostar 38 evrur á Levante vellinum, (19 evrur á mann ef tveir deila bíl)

Þessi ferð er bókanleg á vefnum okkar HÉRNA og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um Villaitana og þessa ferð.

Hafir þú fyrirspurn þá getur þú sent póst á travel@golfskalinn.is eða hringt í okkur í síma 578-0120.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link