fbpx

Vorferðir Golfskálans eru komnar í sölu

Golfskálinn mun bjóða upp á ýmislegt spennandi á Spáni vorið 2023.

Við verðum áram með okkar eigið leiguflug með vélum Icelandair. Við munum fljúga á Almería á suðurströnd Spánar og þar munu okkar farþegar dvelja og spila á Almerimar, Los Moriscos og Alboran. Það verða þrjár dagsetningar í boði:

1.apríl – 10.apríl (9 nætur)
10.apríl – 20.apríl (10 nætur)
20.apríl – 1.maí (11 nætur)

Við verðum einnig með ferðir á Villaitana með beinu flugi á Alicante. Það verða alls fimm dagsetningar í boði á Villaitana.

25.mars – 2.apríl (8 nætur)
2.apríl – 11.apríl (9 nætur)
11.apríl – 22.apríl (11 nætur)
22.apríl – 29.apríl (7 nætur)
29.apríl – 9.maí (10 nætur)

Eins og áður þá verðum við með tvær útgáfur af Golfskóla í vor. Golfskólarnir verða allir á Alboran. Hefðbundinn Golfskóli fyrir byrjendur og lengra komna og „Betra Golf“ með Derrick Moore PGA golfkennara. Það er Golfskóli fyrir lengra komna sem vilja verða enn betri í golfi.

Verðlisti allra golfferða má sjá hérna.

Nánar um Almerimar

Nánar um Villaitana

Nánar um Los Moriscos

Nánar um Golfskólann

Nánar um „Betra Golf“ með Derrick Moore

Núna í ár, (vor og haust 2022), völdu nálægt 1.700 kylfingar að fara með okkur til Spánar. Við erum afar þakklát fyrir viðtökurnar sem okkar ferðir hafa fengið undanfarin ár. Við hvetjum kylfinga til að draga það ekki of lengi að bóka vorferðina. Það eru sérlega góðar dagsetingar í boði í vor með tilliti til fjölda frídaga, (rauðir dagar), sem falla inn í þær ferðir.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link