fbpx

Zoom hanskarnir loks komnir aftur

Hanskarnir frá Zoom hafa verið mjög vinsælir hjá okkur undanfarin ár en hafa verið ófáanlegir í langan tíma vegna Covid-tengdra vandamála. Þeir eru nú loks komnir aftur á lager hjá okkur.

Við erum komin með Zoom Weather Style hanskann og er hann fáanlegur fyrir dömur, herra og einnig fyrir krakkana. Hanskarnir eru fáanlegir hjá okkur í nokkrum litum.

En hvað er það sem gerir þessa hanska sérstaka?

  • Flexx-Fit tæknin gerir það að verkum að þeir leggjast ótrúlega vel að hendinni og virka í raun eins og “second skin”.
  • Það er  næstum alveg sama hver lögunin á hendinni/puttunum er, hanskinn lagar sig strax að lögun handarinnar.
  • Þessir hanskar eru með um 80% færri “brot/krumpur” en hefðbundnir hanskar og halda lögun sinni mun lengur þegar þeir eru komnir á hendina. Af þessu leiðir að hanskinn leggst betur að kylfunni og gripið verður betra.
  • Það þarf ekki að “tilkeyra” þessa hanska, þeir lagast að hendinni um leið og farið er í hanskann.
  • Þessir hanskar koma í einni stærð fyrir herra, einni fyrir dömur og einni fyrir krakka. Já það er erfitt að útskýra þetta en ZOOM eru “one size fit most” hanskar. Kylfingar þurfa að máta hanskann til að sannfærast, það er bara þannig.

Þessir hanskar munu einnig verða fáanlegir í mörgum klúbbhúsum um land allt í sumar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link