fbpx

Cobra KING LTDx væntanlegt

Þeir hjá Cobra eru að koma með nýja línu í kylfum sem kallast KING LTDx.

Þessar kylfur eru komnar í kynningu og munu svo koma á markað í febrúar. Nú þegar hefur driverinn verið að fá frábæra dóma. Við eigum von á demókylfum á næstu dögum og svo fáum við fyrstu sendinguna af driverum, brautartrjám, hybridkylfum og járnum í febrúar.

Ef þú ert kylfingur sem ert að leita að meiri LENGD í upphafshöggunum eða meiri NÁKVÆMNI/FYRIRGEFNINGU eða jafnvel hvoru tveggja þá átt þú að skoða nýju driverana frá COBRA.

COBRA hefur á undanförnum árum tillt sér á stall með bestu kylfuframleiðendum í heiminum og ekki að ástæðulausu. Margra ára vinna við þróun á efnum, mælingum á loftflæði og staðsettningu þyngda hafa skilað einstökum árangri sem sameinast í 3 mismunandi driverum. Hver og einn með ólíka eiginleika til að mæta sem best þörfum ólíkra kylfinga jafn karla sem kvenna.

Cobra LTDx driverinn er sá fyrsti á markaði þar sem jafnvægispunkur (center of gravity) er staðsettur beint fyrir aftan miðju á höggfleti. Staðsetning á jafnvægispunkti og mjög hátt MOI (5200MOI) tryggir að Cobra LTDz driverinn skili löngum höggum án þess að fórna fyrirgefningu.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link