Eins og undanfarin ár er Golfskálinn með áramótaferð fyrir kylfinga á Spáni.
Að þessu sinni erum við með rúmlega 70 kylfinga á Bonalba og Villaitana. Hópurinn kom til Spánar 27.desember og fer heim 6.janúar.
Veðrið er búið að vera frábært. Við lentum í 24 gráðum og höfum verið að spila golf í 20+ gráðum og spáin er copy/paste næstu daga. Algjörlega frábært golfveður.
Farþegar komu með góða skapið með sér og líka helling af góðu golfi. Við munum setja inn myndir frá þessari ferð á næstu dögum. Myndin með þessari frétt tók Gerður Stefánsdóttir sem er farþegi í þessari ferð.