fbpx

Þrír Golfskólar á Villaitana vorið 2022

Golfskóli Golfskálans verður með þrár skólaferðir á Villaitana næsta vor.

Villaitana er frábær staður fyrir skólann okkar því þar er allt til alls. Flott hótel, gott æfingasvæði og flottir golfvellir. Ekki skemmir að það er örstutt niður í Benidorm þar sem er að finna ströndina, verlsanir og fjölda veitingastaða.

Golfskólarnir okkar næsta vor eru eftirfarandi:

02.–08.apríl. 6 nátta ferð með 5 kennsludögum fyrir þá tímabundnu.

08.–21.apríl. 13 nátta lúxusferð með 8 kennsludögum þar sem nemendur fá heimavinnu verkefni þá daga sem ekki er skóli.

19.–28.apríl, 9 nátta ferð með 6 kennsludögum.

Kennslan fer fram á morgnana og er skólinn jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Farið er yfir öll helstu undirstöðuatriði golfsins samhliða því að kennslan sé einstaklingsmiðuð. Kennslan fer fram á æfingasvæðinu sem er staðsett við klúbbhúsið.

Á frjálsum dögum og eftir kennslu alla daga býðst nemendum að leika golf á Poniente vellinum.

Hámarksfjöldi nemenda er 7 á hvern kennara. Í kennarateymi golfskólans eru menntaðir PGA golfkennarar auk þess að afreks/atvinnukylfingar eru stundum til aðstoðar.

Við viljum benda á að fjöldi sæta er takmarkaður til að tryggja að allir nemendur fái kennslu við hæfi. Því er betra að hugsa ekki of lengi og tryggja sér sæti fyrr en síðar.

Nánari upplýsingar og verð er að finna HÉRNA á vefnum okkar.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link