fbpx

Stewart Golf rafmagnskerrur – Ný sending

Við vorum að fá inn sendingu frá Stewart Golf en það er merki sem við byrjuðum með í sumar og hefur fengið frábærar viðtökur.

Stewart Golf er breskt fyrirtæki sem er með yfir 20 ára reynslu í þróun og hönnun á rafmagnskerrum í hæsta gæðaflokki. Allar kerrurnar eru handsmíðaðar hjá Stewart Golf í Englandi.

Við höfum valið að bjóða upp á Q-Series kerrurnar en þær falla einstaklega vel saman. Við bjóðum upp á tvær útgáfur af kerrum úr þessari línu og báðar kerrurnar eru fáanlegar með 18+ eða 36+ geymum.

Q-Remote er kerra með fjarstýringu en auðvitað er einnig hægt að stjórna henni á hefðbundinn hátt með stjórntæki í handfanginu. Q-Follow er einnig með fjarstýringu en er svo með viðbótar eiginleika sem lætur kerruna elta þig þegar aðstæður á golfvellinum henta.

Allar kerrurnar eru fáanlegar í netverslun okkar. Skoðaðu kerrurnar hér að neðan og við bendum sérstaklega á myndböndin sem eru inni í lýsingum á kerrunum.

Póstlistinn

Vertu fyrstur til að fá tilboð
og fréttir af nýjum golfvörum
og ferðum Golfskálans
Skráning á póstlista 
Golfskálans
Skrá mig takk!
close-link